Færsluflokkur: Bloggar

Eru Íslendingar þekktir fyrir kaldhæðni eða bara fyrir að vera ekki kalt?

Svo virðist sem lítið hafi breyst á undanförnum árum í íslenskum stjórnmálum. Davíðsáhrifin eru greinilega enn að þvælast fyrir landanum. Fólki er veitt uppreisn æru eftir hentisemi og sannleiknum er hægrætt í þjónustu annara en almennings.

Sá sem síðast stóð í hári Davíðs er núverandi forseti okkar og umfjöllunarefnið var fjölmiðlafrumvarpið. Það er dæmigert að ástæðan fyrir því að frumvarp til þess að gera fjölmiðla óháðari var að ákveðnir fjölmiðlar voru of óháðir þeim sem fluttu frumvarpið.

Hvað kemur þetta kaldhæðni við? Úr stjórnarskránni:

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Allt er breytt, stjórnmálamenn þurfa umboð almennings á ný því öll þau mál sem barist var fyrir í síðustu kosningum eru nú úreld.


Mikilvægt að átta sig á ....

http://www.imf.org/external/pubs/ft/exrp/what.htm#poor

"The IMF also participates in debt relief efforts for poor countries that are unable to reduce their debt to a sustainable level even after benefiting from aid, concessional loans, and the pursuit of sound policies. (A country's debt is considered sustainable if the country can easily pay the interest due using export earnings, aid, and capital inflows, without sacrificing needed imports.)"

http://www.imf.org/external/pubs/ft/exrp/what.htm#do

"The IMF also makes financing temporarily available to member countries to help them address balance of payments problems—that is, when they find themselves short of foreign exchange because their payments to other countries exceed their foreign exchange earnings."

... og spyrja með tilliti til þess að þetta virðist vera vandamál Íslands: Eru þetta okkar skuldir? Ef svo er hver tók lánið? ... er ábyrgðin okkar?

Ef ábyrgðin er ríkisstjórnar og þar með almennings, hvaða baggi kemur með hjálp IMF?

Ef ábyrgðin er ekki ríkisstjórnar og almennings þá megum við alls ekki taka ábyrgðina á okkur með því að þiggja hjálp IMF. Það kemur ekki til greina að ég taki þátt í að borga þau lán sem ég fékk aldrei.


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmta ríkasta þjóð í heimi ...

Ef ég tæki lán upp á nokkra milljarðamæringa myndi ég þá teljast milljarðamæringur? Ef þú ekur um á Game Over en átt eftir að borga upp allt bílalánið áttu þá bílinn? ...var Ísland einhvern tíma fimmta ríkasta land í heiminum.

Hvað er það sem gerir fólk og þjóðir ríkar? Það eru allavega ekki lán. Sá sem tekur lánið er allavega ekki ríkur því hann á eftir að skila verðmætunum sem hann fékk lánuð. Sá sem lánaði getur heldur ekki talist ríkur lengur því verðmætin sem hann átti eru ekki lengur í hans höndum, einungis loforð um að þau verði þar aftur einhvern tíma seinna.

Ég nefndi það fyrir nokkru að aðdáun almennings á árangri útrásarvíkingum okkar væri gersamlega horfin eftir atburði undanfarinna vikna. Hver sá sem flaggar auð sínum verður talinn vera gefa öðrum langt nef. Ástin er svo sannarlega kulnuð, vona að allir læri af þessu.


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru til margar krónur...

... og fyrir hvað standa þær?

Ef ég ætti allar krónur sem til eru þá myndi ég búast við því að geta keypt allt sem telst íslenskt og er falt fyrir fé.

75% verðbólga þýðir að verðlagning alls sem er íslenskt hækkar, allt í einu duga allar krónurnar sem ég á ekki til þess að kaupa allt íslenskt. Samt á ég allar þær krónur sem til eru.

Einhversstaðar hljóta þessar aukakrónur að vera? Var ekki landsbankinn með "aukakrónur"?

Önnur skilgreining á verðbólgu er að ef ég á allar íslenskar krónur þá get ég keypt allt íslenskt og á afgang. Verðbólga er þannig einungis tæki til þess að auka verðmæti alls sem íslenskt er þannig að hægt sé að kaupa það fyrir allar íslenskar krónur án þess að eiga afgang.

Lausnin er því einföld, þar sem ég á allar krónur í heiminum þá hendi ég bara helmingnum og verðbólgan hættir. Gettu hverjir það eru sem eiga krónur sem eru verðlausar? Látum þá einfaldlega henda krónunum sínum þannig að þeir sem eiga ekki svo margar krónur þurfi ekki að borga meira fyrir allt sem þeir þurfa.


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Vandamálið varð til vegna þess að enginn gat borgað skuldir. Hvers vegna er þá verið að fá meiri lán?

Eru lánin til þess að brúa það vandamál sem hafa hrannast upp fram að þeim tímapunkti að við notum kerfi sem krefst þess ekki að allir láni öllum í gríð og erg?

Í stuttu máli má segja að vextir eru til þess gerðir að soga upp framleiðslu til ákveðinna aðila. Þeir sem stjórna lánakerfi fá þann pening sem verður til í framleiðslu. Nánar:
- Þjóðarframleiðslan eru þau verðmæti sem verða til þegar ég og þú stundum okkar vinnu (fyrir þá sem stunda þannig vinnu). Í ár á Ísland 100 kr. og á næsta ári á Ísland 110 kr. Á einu ári framleiddi Ísland 10 krónur.
- Hver og einn einstaklingur sem leggur til framleiðlsu fær greidd laun sem eru arður af þessari framleiðslu. Hver einstaklingur fær framleiðsluna greidda í laun mínus "aðstöðugjöld" ef svo má segja. Sumir greiða hærri aðstöðugjöld en aðrir og fá þannig lægri tekjur hlutfallslega miðað við framleiðslu. Aðrir vinna ekki framleiðlsuvinnu og treysta á að framleiðendur borgi þeim pening fyrir þjónustu eða eitthvað þess háttar.
- Ef framleiðendur skulda þá fer hluti af framleiðni þeirra í að greiða lánin og skuldi þeir meira en framleiðnin getur borgað þá fara þeir einfaldlega á hausinn. Tapið lýsir sér í vöxtum. Ef framleiðnin er meiri en vextirnir þá getur hún greitt fyrir lánið annars ekki. Í þessu lánafyrirkomulagi þá er búið að setja upp skuldbindingu þar sem framleiðni er áframseld til annara.

Grunneiningin í þessu kerfi okkar er því framleiðnin. Án framleiðni þá verða ekki til ný verðmæti og við myndum í raun lognast út af vegna þess að grunnþörf okkar er neysla (matar og drykkjar). Við getum þess vegna ekki búið í samfélagi þar sem framleiðlsa er engin, við verðum að minnsta kosti að framleiða til þess að lifa af. Við verðum líka að vernda grunneininguna okkar og hlúa að henni. Við megum alls ekki týna henni til lánadrottna sem, jah, ég hef ekki hugmynd í hvað þeir nota hana í. Að minnsta kosti eru þeir að nota framleiðni annara til þess að lifa af. Hafa fundið leið til þess að láta aðra vinna vinnuna án þess að gera nokkuð sjálfir. Í dýraríkinu þá kallast það að vera sníkjudýr.

Núverandi kerfi á við sníkjudýravandamál að glíma. Ég heyri sérfræðinga taka eftirfarandi dæmi:
Fyrirtæki ætlar að leggja út í framkvæmdir en á ekki pening fyrir því (til dæmis að byggja verksmiðju). Fyrirtækið getur þá tekið lán og byggt verksmiðjuna, sleppt því að byggja verksmiðjuna eða safnað og vonað að tækifærið sé enn fyrir hendi eftir nokkur ár. Sníkjudýravandamálið hérna er að sá sem á efni á því að borga fyrir verksmiðjuna sleppur við að vinna vinnuna, lætur fyrirtækið bara fá peninginn og bíður svo eftir því að fá arðinn greiddann af framleiðslu verksmiðjunnar. Sérfræðingarnir segja að ef þessi lánamöguleiki er ekki fyrir hendi þá "hverfi" þetta tækifæri. Þvílíkt bull auðvitað því ef þetta er raunverulegt "tækifæri" þá verður það að sjálfsögðu nýtt. Kannski ekki einmitt af því fyrirtæki sem fyrst sá tækifærið og gat ekki gripið það af því að það skorti fjármagn heldur þá af einhverjum öðrum sem getur það.

Munurinn er að tækifærin hverfa ekki af því að það er ekki hægt að fá lán. Munurinn er að lánaveitandinn getur stjórnað því hver fær aðgang að tækifærinu. Það er gríðarlegt vald sem ... ekki allir ættu að hafa. Vald sem endurspeglast í misbeitingu á hugmyndinni um einkaleyfi og arð.

Skil það eftir sem verkefni að leysa hvernig lánsvald er vandamálið og nútíma einkaleyfi er afurð/afleiðing þess valds.


mbl.is Bretar lána Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósiðlegt og ólögmætt

Margt sem hefur verið gert undanfarin ár má telja ósiðlegt og ólögmætt. Að taka út lán á fasteign sem þú átt ekki er ósiðlegt og ólöglegt. Að nota almannafé til þess að byggja hús sem er ekki í almenningseigu er það líka.

Lítið barn, uppnefnt og haft að háði. Ósiðlegt já, ólöglegt?

Að fara eftir lögum og reglum til þess að græða nokkrum krónum meira en nágranni þinn?

Að keyra yfir hámarkshraða á miklubraut eða fram hjá grunnskóla?

Er það ósiðlegt og ólöglegt að eigna sjálfum sér gerðir annara? Höfundalög benda til þess að svo sé. Hvað þá með að eigna öðrum eigin gerðir? Slík hógværð er lofsamleg ef um góðverk er að ræða en síður svo ef illvirki er eignað saklausum.

Án þess að vita hverjir eru sekir eða saklausir í atburðum undanfarinna daga þá er óhætt að segja að sektin, meðvituð eða ómeðvituð, er ansi há. Við eignum hlutum og gerðum siðferði og lögmæti eftir bestu getu. Við setjum lög sem, ef farið er eftir, eru að því að við höldum siðleg.

Við fylgjum siðum og við búumst við því að það sé löglegt.

Bretar töldu sig þurfa að bregðast við ákveðnum vanda, þeir fundu til þess lög sem svo óheppilega bera yfirskriftina hryðjuverkalög. Ef lögin hefðu verið sett án þeirrar yfirskriftar, þau hefðu haft yfirskriftina neyðarlög hefðu þeir þá verið siðlegri í aðgerðum sínum? Hefði fólk ekki skilið að neyðarástand það sem olli því að lögin væru bætt væri í samræmi við aðgerðir?

Það er svo sem aðeins eitt sem ég hef áhyggjur af því að sé ósiðlegt og ólöglegt og ekkert hefur verið gert í. Stríðsyfirlýsing Íslands fyrir nokkrum árum síðan. Ef það sama gerist með atburði undanfarinna daga og hefur gerst (eða ekki gerst) með stríðsyfirlýsinguna þá kem ég til með að hafa áhyggjur.


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði mig grunað þetta þá væri ég moldríkur í dag (ha ha ha!)

Einmitt hugarfar þeirra sem nýta tækifærið ef það gefst til þess að græða á kostnað annara. Fólk má ekki gleyma því að ef peningur kemur upp í hendurnar á þeim er það vegna þess að einhver annar þarf að borga fyrir það. Þú getur unnið pening í lottó af því að einhverjir aðrir keyptu líka miða. Þú færð vexti á peningunum þínum í bankanum af því að einhver annar tekur lán og borgar fyrir vextina þína með því. Þú færð vexti á ríkisskuldabréf af því að ríkið skattleggur þjóðarframleiðlsuna.

Þú færð pening fyrir þau verðmæti sem þú skapar með vinnu þinni eða hugviti. Ef það sem þú framleiðir er gagnlegt fyrir einhvern þá er hann mögulega til í að gefa þér hluta af hans framleiðslu í skiptum.

Svo ég skjóti nú ekki Bubba alveg í kaf fyrir þessi ummæli sem ég vitna í í fyrirsögninni þá er það alveg rétt sem hann segir áður, hann er búinn að vinna í gegnum árin og hefur fengið greitt fyrir sína vinnu. Hann er einstakur listamaður á íslenskan mælikvarða (allavega) og fólk hefur verið tilbúið til þess að leggja fé til hans verka.

Vandamálið með kreppuna núna er að það varð "framleiðlsu" aukning án þess að nokkur framleiðsla hafi farið fram. Það var einungis loforð um framleiðslu í framtíðinni sem svo var engin innistæða fyrir. Núna þarf allt að detta niður á núllið ef svo má að orði komast og þaðan getum við haldið áfram að byggja á þeim auðlindum sem við eigum.

Upp á framtíðina að gera þá þarf í hvert sinn sem eitthvað fyrirtæki eða vara vex umfram staðalfrávik frá þjóðarhagvexti þá þarf að athuga hvort innistæða sé fyrir því. Sama þarf einnig að gera með tap, ávallt til þess að athuga hvort ekki sé innistæða fyrir því þannig að hrunið verði ekki of mikið.

Ekki grípa tækifærið ef gull og grænir skógar bjóðast. Ef þú græðir þá tapar einhver annar og ef þú græðir þeim mun meira þá tapa þeim mun fleiri á móti.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldið

Má ekki búast við smá hugarfarsbreytingu á næstunni. Breytingu sem nær jafnvel alveg niður í siðferði grunnskólabarna. Hugarfar sem lítur peninga og veraldleg gæði eilítið öðrum augum heldur en samfélagið hefur gert á undanförnum græðgisárum.

Hugarfar sem ber ekki mikla virðingu fyrir auðmönnum, hugarfar sem jafnvel þeir skilja á þann veg að það sé kannski ekkert sniðugt að vera ríkur og ef þá, þá allavega ekki til þess að vera að sýna það. Ég hef svo sem aldrei borið neina sérstaka virðingu fyrir ríka fólkinu. Ég kann að virða þann sem fer hófsamlega með peninga en lítið svo gagnvart Jóakims-heilkenninu. Merkilegt nokk þá tók Jóakim ekki lán til þess að geta baðað sig í peningum.

Helsta ástæðan er væntanlega að þeir sem hingað til hafa farið vel með peninga standa enn líklega ágætlega og hafa hvort eð er ekkert verið að flagga auð sínum. Þeir sem hins vegar halda áfram að vera "auðmenn" sýna einfaldlega að þeir áttu pening á meðan á kreppunni stóð, græddu líklega áður en kreppan byrjaði og hefðu getað gert eitthvað til þess að hjálpa til. Það er allavega pínu móðgandi að segja "na na na na na na, ég á ennþá pening". 

Ég tel mig lukkulegan að skulda ekki (nema LÍN, sjáum hvernig það fer að námi loknu... ég er sem betur fer ekki að bæta við mig LÍN lánum á meðan þessu stendur). Það minnir mig samt á eitt sem Össur sagði í gær á meðan hæst stóð að Ísland gæti enn stuðst við margar auðlindir og nefndi menntun sem eina af þeim. Vissulega er menntastig á Íslandi ágætlega hátt en eitt vantar til þess að hægt sé að segja af alvöru að við séum menntaþjóð. Það vantar nær algerlega framhaldsnámsstig í Háskólann. Meistaranám er að styrkjast þó nokkuð en mjög litlar rannsóknir eru gerðar í Háskólanum, eða það er kannski réttara að segja að rannsóknarumhverfið er mjög takmarkað.

Laga takk.


Hvað var ég að skrifa í gær...

Sendið þessa menn í grunnskóla aftur til þess að læra stærðfræði... æ, nei, ég gleymdi að það er ekki sólundað peningum í menntakerfið þannig að fólk læri gangslausa hluti eins og að margfalda, deila og nota prósentur.

Hvað er að þeim að halda að 12 faldar skuldir miðað við framleiðslu geti nokkurn tíma gengið? "þetta hefði verið í lagi ef alþjóðleg bankakreppa hefði ekki skollið á". Hvers konar fífla staðhæfing er það. Vandamálið er að ALLIR voru að gera það sama. Allir voru með einhverjar margfaldar skuldir miðað við framleiðslu...

uss, ég bendi bara á blog mín um þetta frá því í gær og áður. Verst að ég hef ekki verið duglegri að setja þetta á prent svona svo hægt væri að benda meira og segja "ha ha!".


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er svo sem ekkert rosalega flókið

"Það er komið að skuldadögum" er gamalt, íslenskt og gott mál. Vafalaust þýtt úr dönsku sem var svo fengið einhversstaðar annarsstaðar frá.

Það breytir því ekki að það kemur alltaf að skuldadögum ef þú tekur út lán. Þetta eiga allir að vita en svo virðist sem margir hafi haldið að það væri lengra í þá en raun ber vitni.

Tökum dæmi um fyrirtæki sem er 100 króna virði og hefur framleiðslugetu upp á 10 krónur á ári. Að ári liðnu þá er þetta fyrirtæki orðið 110 króna virði, þokkalega rökrétt. Nú kemur kaupmaður að og býður fyrirtækinu 200 krónur til þess að eignast það. Allt í lagi segjir fyrirtækið, gerðu svo vel.

Kaupmaðurinn tekur lán fyrir kaupunum og sér fram á að geta borgað allavega 10 krónur á ári af láninu, átt 100 krónurnar á meðan og að lokum snúið kaupunum upp í hagnað þegar hann hefur lokið við að borga lánið. Væntanlega sér hann fram á ákveðinn hagnað eftir x mörg ár og býst kannski við því að framleiðslugeta fyrirtækisins aukist þannig að hann geti losað sig við lánið fyrr og þannig farið að græða fyrr.

Kaupmennskan felst í því að spá fyrir um áhættu. Væntur gróði eftir ákveðinn tíma hefur áhættu upp á einhver prósent. Einfaldir reikningar sem kennt er að fara með í Rekstrarfræði. Á þessu reiknilíkani (einföldun) er markaðurinn rekinn og ef svo gerist sem líkindi geta sagt fyrir um að allar spárnar séu í raun íslenskar veðurspár þá verður alsherjar markaðshrun.

Til þess að koma í veg fyrir hrun þá má einfaldlega ekki yfirspila verðmæti þeirra eigna sem verið er að versla með of mikið. Treyst hefur verið á almenning til þess að taka lán til þess að borga fyrir þessa þenslu. Lánið setur upp væntan pening fyrir eiganda lánsins þrátt fyrir það að sú eign sem lánið skilgreinir sé í raun ekki til ennþá. Efnahagurinn er þannig rekinn á þeirri framleiðslu sem verður unnin í framtíðinni og ef skuldin er orðin of stór þá dugir framleiðslan ekki til þess að greiða upp vexti skuldarinnar, hvað þá skuldina sjálfa.

Eina lausnin er því að borga skuldirnar þannig að framleiðslan geti í raun farið að byggja upp raunveruleg verðmæti í stað þess að fjúka út í vexti.

Ég endurtek: BORGA SKULDIR OG SAFNA! ... Aldrei taka lán þannig að framleiðslan þín (launin) rétt dekki að halda þér á floti.


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband