Óbein notkun rafrænna skilríkja og credit/debit korta

http://eyjan.is/2011/02/19/vilja-skilriki-fra-theim-sem-spyrja-um-nafn-sitt-i-undirskriftasofnun/

Það er kominn tími til þess að hægt sé að nota rafræn skilríki og credit/debit kort á óbeinan hátt, til dæmis til undirskriftasöfnunnar. Það er ótækt að hægt sé bara að henda inn kennitölum án samþykkis eigenda (ég er ekki að gera ráð fyrir að slíkt hafi verið gert, einungis að það sé mögulegt).

Kerfið virkar á eftirfarandi hátt:
Í hvert skipti sem þú notar rafræna skilríkið eða credit/debit kortið á óbeinan hátt (þegar þú ert að kaupa á netinu til dæmis og þarft að slá inn kortanúmerið í stað þess að renna því - nota örugga og beina samskiptaleið við bankann) þá er búin til beiðni sem þú þarft að staðfesta í gegnum til dæmis heimabankann eða síma.

Í tilviki undirskrifta:
Þú kvittar þína kennitölu (notar ekki rafrænt skilríki beint) > beiðni kemur inn á heimabanka eða sem sms sem þú samþykkir eða ekki:
- ef þú samþykkir þá fær viðtakandi kvittunarinnar merki frá viðkomandi þjónustu (banka/síma) sem hann notar í stað kennitölunnar.
- ef þú samþykkir ekki þá stendur viðtakandi eftir með kennitölu en ekkert staðfest merki og getur því ekki haldið áfram þaðan.

Þetta kemur í veg fyrir ólöglega nýtingu rafrænna persónuupplýsinga og credit/debit korta því allar óbeinar færslur verða að fá samþykki. Kaupir þú til dæmis á Amazon fer greiðslan ekki í gegn fyrr en þú hefur gefið samþykki.

... laga takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband