Færsluflokkur: Bloggar

Fjandans trúnaðarstig

Ein af ástæðum þess að allt er að fara til fjandans er vegna þess að fólk fær ekki að vita hvað er í gangi. Hvort sem gengur vel eða illa þá eru kringumstæður sífellt huldar sjónum almennings, í tilviki þess að allt gangi vel er það vegna græðgi (græðum á þessu áður en aðrir komast að því) og þegar allt gengur illa þá er það vegna hræðslu (reddum þessu áður en einhver kemst að því að allt er komið í tjón).

Mér þætti gaman að vita til dæmis hvort það hefði verið tekin meðvituð ákvörðun um að pumpa upp húsnæðisverð hér um árið. Það er að segja hvort fólk gerði sér grein fyrir því að 90% lánin og innkoma bankana í húsnæðiskerfið hefðu þau áhrif að íbúðaverð hækkaði?

Ég verð að vera á þeirri skoðun að þeir sem tóku þessa stefnu hafi vitað það vegna þess að þetta hefur verið gert áður annarsstaðar í heiminum, Ísland var sko ekki fyrst (er það nokkurn vegin aldrei).

Ég verð bara að vera sammála Jónínu Ben að það eigi að hoppa inn og frysta eignir þessara græðgisgæðinga. Hvers vegna? Þegar skriður komst á þessi mál þá jukust lán um heilan helling. Lán er talið til eigna og þannig vex verðmæti þess sem á þá eign. Ákveðnum einstaklingum er launað fyrir að búa til svona mikinn pening (úr í raun engu af því að það er ekki búið að raungera lánið) og er greiddur gríðarlegur arður eða bónus af þeim pening sem er til (ekki þeim hluta sem var búinn til vegna lánanna því sá peningur hefur ekki enn verið búinn til af framleiðslu þess sem tók lánið). Þegar lánabólan springur síðan þá hugsar maður auðvitað... úbbs, við borguðum bónusa fyrir eitthvað sem við héldum að yrði til en varð svo bara plat.

Hættum að láta plata okkur, segið okkur hvað er í gangi... hættið þessu helvítis "trúnaðarmál". Við gáfum ykkur ekki atkvæðin okkar til þess að þið gætuð verið að ljúga að okkur. Ef þið haldið að það sé hægt að tala efnahaginn niður þá er það ykkur að kenna að hafa bara ekki sagt frá því strax til þess að koma í veg fyrir að hann yxi yfir það sem hann er í raun og veru.


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er víst þörf á aðgerðapakka.

Kannski er ekki þörf á aðgerðapakka fyrir þau mál sem voru rædd á ýmsum fundum í dag og undanfarna daga. Hins vegar er þörf á aðgerðapakka fyrir ýmislegt annað.

1. Stjórnendur bera ábyrgð - Nú er greinilega kominn tími til þess að axla þá ábyrgð. Það er hreint og klárt bull hjá Pétri Blöndal þegar hann segir að það eigi ekki að benda á ábyrgðaraðila núna heldur bíða með það þangað til það er búið að leysa vandamálið. Hvernig á annars að treysta þeim aðilum til þess að laga það sem þeir gerðu greinilega ekki rétt?

Stjórnendur hafa á undanförnum árum fengið gríðarlega bónusa fyrir að hafa gert vel og grætt á tá og fingri. Ástæður þess eru að ábyrgðin er verðmæt. Nú býst ég þá við að þeir þurfi að borga einhvern vegin fyrir að hafa gert mistök. En heppilegt að þeir eigi svona mikið af pening.

Þetta er ekki flóknara en að byrja á því að rukka þessa menn. Þeir verða væntanlega að borga það sem þeir geta og svo lýsa sig gjaldþrota. Skella þeim svo í samfélagsþjónustu þangað til þeir hafa borgað fyrir brúsann.

2. Hætta þessari helvítis lánastarfsemi endalaust. 

Þegar ég tek 100 króna lán þá er ég að skuldbinda mig til þess að borga (mismunandi miðað við vexti og lengd láns) meira en 100 krónur til baka, segjum 150 krónur. Á meðan ég er enn að borga af láninu mínu og áður en ég hef greitt upphaflegu 100 krónurnar með verðtryggingu til baka þá er lánadrottnari minn í mínus. Lánið mitt er hins vegar bókað sem eign upp á þá fjárhæð sem ég á eftir að borga (einföldun en samt staðreynd miðað við aðstæður). Ef ég hrekk upp af að því leiti að ég get ekki greitt lánið til baka þá hverfur allt í einu þessi eign sem lánadrottnari minn taldi sig eiga.

Lánin eru því tryggð með einhvers konar veði, til dæmis húsnæðisveði. Það er hins vegar ekki fullkomin trygging því að ef húsnæðisverð fellur þá er mögulega ekki full trygging fyrir láninu lengur (áhugavert að því leiti að stjórnvöld hafa verið að gera hvað sem þau geta til þess að tryggja að húsnæðisverð falli ekki þannig að íbúðalán til dæmis séu tryggð fyrir lánadrottnara).

Lánastarfsemi má skilgreina sem eitt tæki þess að stækka hagkerfi. Lánum er dælt inn í kerfið og þjóðarframleiðlsu síðan gert að borga þau til baka. Segjum sem svo að endurgreiðsla lána sé orðinn meiri heldur en þjóðarframleiðslan. Í slíku umhverfi þá minnkar heildar þjóðareignin vegna þess að mismunur lánagreiðslna og framleiðslu er neikvæður. Það er því ákveðið þak á hversu mikið af lánum er hægt að taka til þess að stækka hagkerfið (nema fengnir séu inn erlendir fjárfestar sem í raun koma með erlenda þjóðarframleiðslu til þess að greiða lánin).

Að sjálfsögðu verður að vera aðgengi að lánsfé en hin óhefta lánastarfsemi er sjálfseyðandi og því gölluð. Bankabjálfarnir þurfa bara að vita hvað það þýðir að lána og lána og fá lánað.

3. Ekki gleyma því að í núverandi skipulagi þá bera ráðherrar og alþingi gríðarlega mikla ábyrgð. Verst er að það vantar eiginlega ábyrgðamálaráðherra eða eitthvað þvíumlíkt sem sér um að allir hinir standi við sitt og skili því til almennings (þeirra sem velja fólk í þessar stöður) sem við eigum skilið að fá að vita. Ég er satt að segja orðinn þreyttur á því að mishæfileikaríkt fréttafólk þurfi endilega að bera ábyrgðina á því að upplýsa almenning. Hver getur gleymt hvers konar silkihönskum var farið með Davíð, og er reyndar ennþá gert.

Á meðan ég hugsa um það þá sér maður aðra pólitíkusa vera beint tætta í sundur af því næst reiðum fréttamanni. Það liggur við að það sé verið í öskurkeppni eða eitthvað. Þetta er náttúrulega bara bull.

 Þetta leiðir mig að næstu tillögu.

4. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að koma ÖLLU til skila til fréttamanna og almennings. Allir fundir skulu vera teknir upp á mynd og gerðir aðgengilegir öllum sem vilja sjá hvað á þeim fór fram. Ég vil fá að vita hvaða rök eru bak við hverri ákvörðun sem er tekin. Stjórnmálamenn eiga ekki að fá að komast hjá því að svara spurningu. Ef ég spyr af hverju þá á ég að fá rökstutt svar. Það skiptir gríðarlega miklu máli að vita AF HVERJU ein eða önnur ákvörðun var tekin.

"Umræður á viðkvæmu stigi" er ekki rökrétt útskýring. Það er einmitt á því stigi málsins sem við viljum fá að vita hvað er að gerast vegna þess að þar fara hrossakaupin fram.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hradakstur og skolar

Afsakid skort a islenskum stofum.

 Eg er ad venjast lifinu herna i USA og hef tekid eftir einu sem mer finnst vera mjog snidugt. A svaedum thar sem mjog liklegt er ad umferd og gangandi vegfarendur eigi "samleid" thar eru umferdarsektir tvofaldadar.

Aberandi merki er sett upp thar sem vegaframkvaemdir eru (folk oedlilega naerri umferd) og vid til daemis skola. 

Hvort thetta er ahrifarik adferd veit eg ekki, en vinur minn herna benti mer serstaklega a ad passa mig innan thessara svaeda thannig ad svo virdist sem folk viti vel af thessu og sem slikt hlytur thessi adferd ad vera ahrifarik.


mbl.is Fylgst með umferðarhraða við grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber þjónusta og ábyrgð

Til hvers í fjandanum þarf að mynda meirihluta? Segjum sem svo að enginn "meirihluti" sé til staðar, einungis málefni. Þegar einn flokkur leggur fram mál þá er það rætt á fundi þar sem allir aðilar sitja breytingatillögur eru lagðar fram og eru samþykktar eða felldar og að lokum er málið með samþykktum breytingatillögum sett í kosningu og samþykkt eða fellt.

Útkoman úr þessu er að hvert mál hefur annað hvort jákvæðan eða neikvæðan meirihluta stuðning óháð því hvort hinn eða þessi flokkur "ráði" einhverju.

Helsta hættan eru hrossakaup þar sem einn flokkur fær atkvæði í skiptum fyrir atkvæði seinna án þess að fyrir liggi málefnalausn úr þeim flokki sem atkvæðin eru keypt. Hins vegar þá ætti það ekki að vera hættulegt ef gera þarf grein fyrir atkvæðum og vísa í málefnasamning flokksins við kjósendur (þann sem lagður er fram fyrir kosningar ... loforðin).

Sé ekkert ákvæði í málefnasamningi kjósenda þess flokks þá er einfaldlega hægt að leggja út í einfalda skoðanakönnun meðal flokkskjósenda. Flokkurinn getur því auðveldlega bent á að flokksmenn styðji ákveðið mál eða ekki og hlýtt því.

Það er GRÍÐARLEGA mikilvægt að lýðræðið sé svona gegnsætt. Persónulega þá skil ég ekki af hverju það má ekki vera opin myndavél og hljóðnemi á öllum fundum. Margir bera við að "viðkvæm" mál séu til umfjöllunar en ég vil fá að vita nákvæmlega af hverju hinar og þessar ákvarðanir eru teknar. Líkt og ástæðan fyrir því að ekki eigi að hneppa neðstu tölunni á jakkafatavestinu eða jakkafatajakkanum. Sævar Karl segir að það sé út af sniðinu, það sé "ljótt" að hneppa þessum tölum en rétta ástæðan er einfaldlega sú að ef bumbumiklir karlmenn setjast með neðstu töluna hneppta þá slitnar hún af jakkanum.  Mun "kurteisara" að segja að það sé út af sniðinu auðvitað en einfaldlega ekki rétt.

Ég vil fá að sjá að opinberir þjónar okkar (þeir sem við kjósum) beri þá ábyrgð sem við kjósum þá til. Til þess verðum við að fá að sjá hvað liggur á baki þeim ákvörðunum sem þeir taka fyrir okkar hönd (málefnasamningur þeirra við kjósendur ætti að duga í flestum tilfellum).  


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta illvirki Íslandssögunnar

Stór orð.

 Áður gat Ísland státað af því að hafa aldrei verið aðili að stríði. Eftir að hafa verið sett á lista hinna viljugu þá getum við einfaldlega ekki sagt það nema að bæta við "nema þegar við réðumst á Írak, en það var ekki okkur að kenna".

Það má svo sem segja að þegar sameinuðu þjóðirnar réðust í aðgerðir í Bosníu þá hafi Ísland einnig tekið þátt í stríði en það má auðveldlega rökfæra að í því tilviki hafi verið um friðaraðgerðir að ræða þó að þær hafi innifalið sprengjur og þvíumlíkt. Eftir á að hyggja er ekki mögulegt að segja það sama um Írak.

Við getum einfaldlega ekki sagt það um Írak. Græna ljósið var einfaldlega illvirki af hálfu einhverra sem mér finnst að ættu að bera lögbundna ábyrgð á því. Fréttin sem ég er hér að svara nefnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem ábyrgðaraðila en ég gef svo sem ekkert fyrir það fyrr en dómur hefur verið kveðinn um það mál. Ef ég myndi ganga svo langt að kalla þá mestu illmenni Íslandssögunnar vegna þeirrar ábyrgðar sem þeir bera af ákvörðun sinni um að gefa grænt ljós þá væri það einfaldlega meinyrði ... þangað til sýnt og sannað.

Ég vil því einfaldlega bara segja að hver sem ber ábyrgð á því að Ísland var gert að árásaraðila í Íraksstríðinu er mesta illmenni sem Ísland hefur getið af sér. Einhver(jir) bera ábyrgð á því og sagan á ekki að gleyma því.


mbl.is Bresk stjórnvöld fengu grænt ljós 17. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt eiginlega

Forrit eins og þetta einfaldlega virkar ekki . Jú jú, það er hægt að auðkenna skrár og þvíumlíkt en að stöðva niðurhal eða ætlast til þess að úr þessu verði nokkurt praktískt tól til varnar höfundarétti er jafn gáfulegt og að ætlast til þess að hver tölva þurfi bara 64k minni (eða hvað það var nú mikið)

 Tækninni er líst sem "fingrafaralesara" ... vanamálið er að fingrafari (bitarunu) forrits er mjög auðvelt að breyta með því einfaldlega að kóða rununa á annan hátt. Allt í einu lendir forritið í því að grunuð ólögleg skrá er komin með ný fingraför, æ æ.

 Löngu kominn tími til að fólk átti sig á því að gamla höfundaréttamódelið er löngu úrelt og virkar ekki í því tækniumhverfi sem við búum við í dag. Því miður er ekki hægt að viðhalda gamla módelinu með því að reyna að hanna forrit eða tæki sem styður gamla höfundaréttakerfið vegna þess að allt efni sem hægt er að "sjá" ódulritað er hægt af afrita fullkomnlega. Fullkomið afrit var ekki til í analog heiminum, en það er mjög auðvelt í þeim stafræna.


mbl.is Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið að gerast í netverndarheiminum þessa dagana

Phorm - ný tækni sem bætir upplýsingum á vefsíður

Virkar á eftirfarandi hátt:
- Þegar notandi fer á vefsíðu þá sendir hann fyrirspurn til vefsíðunnar í gegnum ISP (internet service providor). ISP áframsendir fyrirspurnina á viðeigandi vefsíðu og fær síðan svar.

- Þegar svar við fyrirspurninni hefur borist ISP þá greinir Phorm forritið fyrirspurnina og bætir við upplýsingum á "síðuna". Þannig getur notandi fengið efni, svo sem auglýsingar, sem aðilinn sem á vefsíðuna hefur ekki á vefnum sínum.

Allt í lagi svo sem. Það sem fólk hefur sérstaklega áhyggjur af er sú staðreynd að auglýsingaþjónustan vistar upplýsingar um hvern vafra (notanda) til þess að geta birt "targeted" auglýsingar. Ef þú ert til dæmis oft að skoða golfsíður þá færðu golfauglýsingu þegar þú opnar aðrar vefsíður.

Enn eitt dæmi um innrás í einkalífið. 


Nokkrar áhugaverðar fréttir

Mótmæli á netinu komin í nýjar hæðir

 Ég bara verð að segja "snilld". Kannski að Íslendingar geti nú hópast í pólitísk mótmæli loksins þegar komin er tæknilegur stuðningur fyrir það.

 Anti Anti-piracy

Biblía baráttu um málfrelsi og opna hugmyndafræði. Ok, þetta er svo sem bara ein löng grein en þvílík snilld 

Wii brjálæði og creativity 

Enn eitt dæmið um proprietary hugsanagang sem tapar fyrir opinni hugmyndafræði. Ég er ekki að segja að Wii sé að tapa, Wii er snilld. En til hvers að vinna í lokuðu umhverfi, það er svo þvingandi og kæfandi.


Best að grafa sig í fönn

Já, eftir rúmt ár þá verður óveðrið yfirstaðið og allt í fína. Áhugavert hvernig íslenskir stjórnmálamenn geta sífellt komist upp með að sitja bara áfram. Fólk sem hefur verið jafn lengi í þessu og Vilhjálmur veit það.

Hins vegar grunar mig fastlega að Vilhjálmur geri fleiri axarsköft áður en árið er liðið, miðað við það vesen sem orðið hefur vegna þeirra ósanninda sem hann hefur orðið uppvís að þá þarf ekki nema að halda honum í sviðsljósinu til þess að finna fleiri ósannindi.

Fólk sem verður uppvíst um lygar en heldur samt áfram að ljúga er mun líklegra að halda því áfram. Það er nú svo einfalt. 


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsun eða næsta skref valdastefnu Microsoft?

Undanfarin ár hefur það verið heilög stefna Microsoft að markvisst brjóta staðla eða hefðir til þess að gera fólki erfiðara að nota hugbúnað þróaðan af öðrum en þeim sjálfum.

Microsoft hannar svokallaðan proprietary hugbúnað, það má þýða sem lokaðan hugbúnað. Lokaður hugbúnaður er þannig gerður að notendur geta ekki skoðað forritskóðan. Akademískt samfélag byggir á hugmyndafræði sem kallast peer review. Það hagar sér þannig að allar rannsóknir eða rit sem eru gefnar út eru rýndar af öðrum sérfræðingum sem geta þá gagnrýnt, samþykkt eða jafnvel betrumbætt með því að byggja á vinnu annarra. Þessi hugmyndafræði stuðlar að framþróun.

 Hugmyndafræði lokaðs hugbúnaðar stuðlar ekki að framþróun nema þess sem framleiðir þann hugbúnað, allir aðrir sem ætla að gera svipaða hluti þurfa að finna upp hjólið aftur og aftur ef svo má segja. Enn mikilvægara þá kemur lokaði eiginleikinn í veg fyrir að hægt sé að rýna virknina til betrumbóta, svo sem til þess að loka öryggisgöllum.

Það væri mjög þægilegt að sjá tilvísun hvaðan þessi ummæli eru tekin... svona eins og venjulega en hérna eru frekari upplýsingar: http://www.nytimes.com/2008/02/21/technology/21cnd-soft.html?_r=1&ref=technology&oref=slogin

  Rétta túlkunin áþessum orðum:

"Microsoft said Thursday that it would open up and share many more of its technical secrets with the rest of the software industry and competitors."

Væri þá einhvern vegin á þessa leið. Microsoft vill að aðrir noti þá tækni sem þeir þróa. Þetta þýðir að enginn annar vinnur í þróun nema Microsoft hafi búið til grunninn. Þannig verða allir þurfalingar Bill Gates og hans proprietary hugmyndafræði.


mbl.is Microsoft sviptir hulunni af hugbúnaðartækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband