Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2008 | 16:57
*Hóst*hóst*
... ég er orðlaus að nokkur geti fengið svona gríðarleg lán.
Áhættan er greinileg ... bankinn veðjar á að lánið skili þeim sem er lánað hagnaði án þess að það sé möguleiki á að fjárfestingin glatist. Sú staðreynd er til að byrja með "falin laun" til þeirra sem fá launin ... jafnframt því að vera hryllileg yfirsjón, eða blint traust, á raunverulegt ástand peningastefnunnar.
Þeir sem veita slík lán eru álíka sekir um spillingu og þeir sem taka slík lán.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2008 | 03:32
Endurskipulagning
Ef eitthvað er einkennandi fyrir Ísland þá er það endurskipulagning, frumleg endurskipulagning. Í gegnum Íslandssöguna höfum við fylgt eftir byltingum heimsins en lagt okkar eigið einkenni á hverja þeirra. Sagan hefst við stofnun þings og svo upptöku kristinnar trúar með ákveðnum aðlögunum að íslensku samfélagi og teygir sig alveg að þorskastríðinu og bankabyltingunni.
Endurskipulagning hefur ekki alltaf verið til hagsbóta, Ísland varð lén Danmerkur til dæmis vegna þeirra. Við hins vegar risum að lokum upp og þökkum það manni sem mótmælti fyrir Íslands hönd. Nú eftir fall bankanna gætum við lent í því að verða aftur lénþjóð og enginn á Íslandi getur gert það sem Jón Sigurðsson gerði. Þörf er á öðrum ráðum.
Tími Nash er liðinn og nýtt stjórnkerfi þarf nýjan grunn til að starfa á. Fólk vill hvorki samkeppni né samvinnu heldur hagnýta blöndu þar sem allir taka þátt á jákvæðan hátt, á svipaðan hátt og kennaraklemman (e. teachers dilemma) lýsir.
Stjórnvöld starfa í þágu fólksins og ákveðnir efnisflokkar samfélagsins eru algerlega grunnatriði sem má ekki með nokkru móti yfirgefa eða svelta (hef nefnt þetta áður):
- Menntun
- Heilsa
- Samgöngur/samskipti
- Menning
Ef Íslendingar sinna ekki þessum fjórum málum af fullri alvöru þrátt fyrir einhverja lægð í peningamálum þá getum við gleymt því að losna úr þessari kreppu fyrr en eftir tvær kynslóðir eða svo.
Nýtt skipulag hlúir að þessum málefnum líkt og um hjarta samfélagsins væri að ræða fyrir gersamlega opnum tjöldum. Allt sem stjórnvöld gera skal vera hljóð og myndritað þannig að enginn velkist í vafa um hreinskilni eða ábyrgð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 15:52
Heimsfrægir í Bretlandi
Kreppan kom með jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 17:46
Lögfræðilegur ágreiningur
Þetta þarf ekki að vera svo flókið.
"Hann sagði að málið snerist um hvort ríkið bæri ábyrgð vegna þessara reikninga samkvæmt Evróputilskipun. Um það væri lögfræðilegum ágreiningur."
Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem stjórnvöld þurfa að vita ÁÐUR en þau samþykkja ábyrgðarhlutverk sitt. Allur svona ágreiningur á að vera á hreinu ÁÐUR en við sitjum í súpunni (sem er naglasúpa þessa daganna).
Fagna því samt að heyra einhverjar alvöru áætlanir um hvernig á að leysa vandann (útflyjendur og kaupa íslenskt) .. vei fyrir því og meira svo.
Skorar á útflytjendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 14:37
Nei sko, aðgerðaáætlun ... en
"... með markvissum og öflugum aðgerðum."
ó, þið vitið semsagt ekki hvaða aðgerðir það eru?
"... undirbúa markvissar aðgerðir..."
Búið að segja það áður ...
"3. Að endurreisa íslenskt bankakerfi."
noh, þetta er það eina haldbæra sem hægt er að fá út úr þessari áætlun þó að það sé ekkert sagt um hvernig (þó megi lesa á milli línanna að lánið frá IMF sé til þess að bjarga bönkunum.
Sýnist lánið rétt duga fyrir launum bankastjóranna og uppsagnarpakkanum þeirra.
..jæja, það er allavega búið að bjarga 1/100.000 af þjóðinni \o/
Svona í alvöru, hvað þarf til þess að koma á eðlilegu ástandi? "Við vitum það ekki" er líka svar.
Óska formlega eftir aðstoð IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 14:36
Ítrekuð spurning
Ef íslensk stjórnvöld geta, ef þörf ber til, náð eignum manna sem þeir hafa flutt erlendis þá er allt í fína lagi svo sem. Ákvæði íslenskra laga segja að hægt sé að afturkalla samninga og sölu allt að tveimur árum aftur í tímann.
Vandamálið hérna er að ef eignirnar eru fluttar erlendis, hversu mikla stjórn hafa íslensk stjórnvöld til þess að afturkalla samninga og sölur á erlendri grund?
Ég myndi leggja til að eignirnar yrðu frystar á þann hátt að ekki væri hægt að flytja þær erlendis sema með eftirliti og samþykki fjármálaeftirlits eða þess háttar aðila. Útkoman úr þessu væri sú að ef útflutningur auðæfa er samþykktur þá er auðveldlega hægt að benda á sökudólg ef í raun sá útflutningur var ... óeðlilegur.
Ekkert á að þurfa að ganga svo hratt fyrir sig að einhverjir samningar eða óðagróði geti glatast af því að útflutningur eigna og peninga til þess að uppfylla samninginn þarf að fara í gegnum eftirlit.
Vill ekki frysta eignir auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 01:55
Og í hvoru liðinu eruð þið?
http://www.gislimarteinn.is/?p=83
Það sem Gísli Marteinn áttar sig ekki á er að KJÓSENDUR flokksins skiptast í þessar tvær fylkingar. Stjórnmálamenn eiga að fylgja kjósendum en ekki öfugt. Líklega það sem er að samfélaginu í dag.
Sannleikurinn er að undanfarin ár í forystu Sjálfstæðisflokksins hafa Íslensk stjórnmál einkennst af veruleikafirringu og virðingaleysi gagnvart almenning. Sönnun fyrir því? ... núverandi ástand.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 01:22
Nokkrar athugasemdir.
"... hann teldi ekki rétt að boða til kosninga vegna vantrausts á stjórnvöld ..."
Alveg rétt svo sem. Það er ekkert endilega verið að leggja vantraust á stjórnvöld. Vandamálið er að það er ekki nokkur leið að það eigi eftir að framfylgja stjórnarsáttmálanum né heldur nokkrum atriðum kosningaloforða stjórnmálaflokkana. Flokkarnir eiga því að fá, sem fyrst, tækifæri til þess að endurskoða stefnu sína með tilliti til nýrra, mjög alvarlegra, aðstæðna.
"... ekki ætti að bæta pólitískri kreppu ofan á þá efnahagslegu kreppu sem við eigum þegar við að etja ..."
Það er pólitísk kreppa á Íslandi. Stjórnvöld reka stjórnlaust á milli Breta, Hollendinga, bankanna, seðlabankans, almennings án þess að hafa gefið upp aðgerðaáætlun. Líklega vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvernig á að leysa þetta vandamál. Rússar gefa frá sér tilkynningu að þeir séu mögulega tilbúnir til þess að lána pening og stjórnvöld reyna að grípa gæsina. Þegar þeir átta sig á að þetta var í raun pólitískt herbragð þá dettur þeim í hug IMF... þeir hljóta að vita hvað við þurfum ... eða frændur okkar á norðulöndum ... eða ... eða ...
"... þau bæru heldur ekki ábyrgð á því að bankarnir hafi ekki getað fengið endurfjármögnun ..."
Af hverju í fjandanum þurftu bankarnir endurfjármögnun til að byrja með. Það er ekki hægt að lesa svona "staðhæfingar" án þess að vera með kveikt á gagnrýninni.
Auðvitað berum við mörg ábyrgð og ég ætla ekki að kasta frá mér ábyrgðinni á því að koma okkur í gegnum þeetta vandræðaástand.
Svona eins og Gordon Brown er að gera, ef ykkur tekst að redda einhverju þá ætlist þið til að við þökkum ykkur fyrir það í staðinn fyrir að kenna einhverjum (ykkur) um það.
"... Geir sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að persónugera vandann í þeim þremur mönnum sem nú sitja við stjórn í Seðlabaknanum ..."
Vandamálið er að öll tengsl á milli Geirs og Davíðs eru persónuleg. Þeir þekkjast of vel til þess að Geir geti tekið hlutlausar ákvarðanir varðandi seðlabankann.
Ekki rétt að boða til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2008 | 16:33
Skylda stjórnvalda
Sem samfélag þá verðum við að hafa eftirfarandi fjögur atriði í forgangi (allt jafn mikilvægt)
1. Menntun
- Sem undirstaða atvinnu og framfara
2. Heilsa
- Sem undirstaða umhyggju og mannréttinda
3. Menning
- Sem undirstaða lýðræðis og sjálfstæðis (þess að vera Íslendingur)
4. Samgöngur/samskipti
- Til þess að allt hitt virki
Menntun í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 01:29
Ég skil ekki...
Ég verð bara að átta mig á að ég skil ekki hvað er í gangi. Bretar (og Hollendingar) leggja sparifé sitt inn á útibú íslenskra banka erlendis og sú innistæða er ríkistryggð. Eftir því sem ég best veit þá var ákveðið hámark á þessari tryggingu sem stjórnvöld í flestum löndum ákvað að hækka í kjölfar bankakreppunar.
Það sem ég skil ekki er af hverju er ekki fylgst með ábyrgðinni? Ef sparifé er sjálfkrafa tryggt þá vill væntanlega samt einhver fylgjast með því að ríkið eigi fyrir tryggingunni ef svo kemur til að grípa þurfi til hennar. Hver er það sem skoðar þetta?
Annað sem ég skil ekki er hvernig Bretar geta í raun þvingað okkur til þess að taka þetta risastóra lán. Það má í raun kalla þetta efnahagslega yfirtöku á Íslandi. Það eitt veit ég að ég fékk hvergi að kvitta fyrir að ég og mínir skattpeningar ætluðu að bera ábyrgð á sparifé í Bretlandi. Ég skal svo sem sætta mig við að sjálfkrafa trygging sé á sparifé og ef Ísland leggst í víking líkt og bankarnir hafa gert þá hef ég ekkert við það að athuga. Vandamálið er að það virðist ekki hafa verið fylgst með því að við gætum staðið undir ábyrgðinni.
Ég segi að sá sem ber ábyrgðina á þessu sé sá sem taki lánið og sá sem borgi það, ekki almenningur með stattpeningunum. Ef íslenskt skattfé á að greiða lánin (Hollenska líka... fleiri?) þá þýðir það vinnuþrælkun næstu áratugina.
ath. 600 milljarða lán er þýðir að við borgum miklu meira en 600 milljarða til baka. 10% vextir þýðir 60 milljarðar á ári aukalega ... og ef þjóðarframleiðslan er 14 milljarðar þá höfum við bara efni á 2,3% vöxtum. Það sér hver heilvita maður að það er ekki séns að Ísland hefur ekki efni á að borga svona lán.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)