Endurskipulagning

Ef eitthvað er einkennandi fyrir Ísland þá er það endurskipulagning, frumleg endurskipulagning. Í gegnum Íslandssöguna höfum við fylgt eftir byltingum heimsins en lagt okkar eigið einkenni á hverja þeirra. Sagan hefst við stofnun þings og svo upptöku kristinnar trúar með ákveðnum aðlögunum að íslensku samfélagi og teygir sig alveg að þorskastríðinu og bankabyltingunni.

Endurskipulagning hefur ekki alltaf verið til hagsbóta, Ísland varð lén Danmerkur til dæmis vegna þeirra. Við hins vegar risum að lokum upp og þökkum það manni sem mótmælti fyrir Íslands hönd. Nú eftir fall bankanna gætum við lent í því að verða aftur lénþjóð og enginn á Íslandi getur gert það sem Jón Sigurðsson gerði. Þörf er á öðrum ráðum.

Tími Nash er liðinn og nýtt stjórnkerfi þarf nýjan grunn til að starfa á. Fólk vill hvorki samkeppni né samvinnu heldur hagnýta blöndu þar sem allir taka þátt á jákvæðan hátt, á svipaðan hátt og kennaraklemman (e. teachers dilemma) lýsir. 

Stjórnvöld starfa í þágu fólksins og ákveðnir efnisflokkar samfélagsins eru algerlega grunnatriði sem má ekki með nokkru móti yfirgefa eða svelta (hef nefnt þetta áður):

- Menntun
- Heilsa
- Samgöngur/samskipti
- Menning

Ef Íslendingar sinna ekki þessum fjórum málum af fullri alvöru þrátt fyrir einhverja lægð í peningamálum þá getum við gleymt því að losna úr þessari kreppu fyrr en eftir tvær kynslóðir eða svo.

Nýtt skipulag hlúir að þessum málefnum líkt og um hjarta samfélagsins væri að ræða fyrir gersamlega opnum tjöldum. Allt sem stjórnvöld gera skal vera hljóð og myndritað þannig að enginn velkist í vafa um hreinskilni eða ábyrgð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband