*Hóst*hóst*

... ég er orðlaus að nokkur geti fengið svona gríðarleg lán.

Áhættan er greinileg ... bankinn veðjar á að lánið skili þeim sem er lánað hagnaði án þess að það sé möguleiki á að fjárfestingin glatist. Sú staðreynd er til að byrja með "falin laun" til þeirra sem fá launin ... jafnframt því að vera hryllileg yfirsjón, eða blint traust, á raunverulegt ástand peningastefnunnar.

Þeir sem veita slík lán eru álíka sekir um spillingu og þeir sem taka slík lán.


mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki er ég neitt hissa. Jú , hissa á að nokkur skuli verða hissa á nokkrum sköpuðum hlut á Sikiley Norðursins..

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér sýnist að allt sé öfugt hér á Íslandi. Í Svíþjóð er banki rændur á hverjum einasta degi. Enn það er 9 milljón manna þj´oð. <Sumum ná þeir svo þetta er ekkert voðalegt.

Á Íslandi er banki rændur oft á dag, og allir kúnnarnir með, og löggan situr bara með kaffibolla og leggur kapal. Það virðist svo þegar bankarnir eru skoðaðir að ENGIN hafi verið að reka banka, heldur að ræna þá... 

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 17:25

3 identicon

Til hvers að ræna banka, þegar þú getur keypt banka og rænt heilli þjóð? :S

Markús (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einmitt Markús! Einmitt...þetta eru fínir strákar reiðir út í Davíð.

Starfsfólkið í bönkunum sem ríkið er að skoða, var búið að lána sjálfum sér 80 milljarða...eigendur ekki neitt..

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Þegar tveir krakkar á leikskólanum rifust um leikfang þá fjarlægði maður einfaldlega leikfangið.

Björn Leví Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 06:26

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála því Björn. Á 6 börn og það var stundum rifist um leikföng. :) Enn þetta "leikfang" var ekki tekið í burtu.

Og engin er skammaður, eða flengdur fyrir neitt. Þetta verður bara þaggað niður..Kaupþing byrjaði sem glæpamennska í Húsi Verslunarinnar... og hafa verið eins, allar götur síðan. Kaupþing varð til úr engu! Bókstaflega engu....Ríkið farið að stunda kennitöluflakk ... :) Þetta er sannkallað undraland í efnahagsmálum.. 

Óskar Arnórsson, 5.11.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband