Hefði mig grunað þetta þá væri ég moldríkur í dag (ha ha ha!)

Einmitt hugarfar þeirra sem nýta tækifærið ef það gefst til þess að græða á kostnað annara. Fólk má ekki gleyma því að ef peningur kemur upp í hendurnar á þeim er það vegna þess að einhver annar þarf að borga fyrir það. Þú getur unnið pening í lottó af því að einhverjir aðrir keyptu líka miða. Þú færð vexti á peningunum þínum í bankanum af því að einhver annar tekur lán og borgar fyrir vextina þína með því. Þú færð vexti á ríkisskuldabréf af því að ríkið skattleggur þjóðarframleiðlsuna.

Þú færð pening fyrir þau verðmæti sem þú skapar með vinnu þinni eða hugviti. Ef það sem þú framleiðir er gagnlegt fyrir einhvern þá er hann mögulega til í að gefa þér hluta af hans framleiðslu í skiptum.

Svo ég skjóti nú ekki Bubba alveg í kaf fyrir þessi ummæli sem ég vitna í í fyrirsögninni þá er það alveg rétt sem hann segir áður, hann er búinn að vinna í gegnum árin og hefur fengið greitt fyrir sína vinnu. Hann er einstakur listamaður á íslenskan mælikvarða (allavega) og fólk hefur verið tilbúið til þess að leggja fé til hans verka.

Vandamálið með kreppuna núna er að það varð "framleiðlsu" aukning án þess að nokkur framleiðsla hafi farið fram. Það var einungis loforð um framleiðslu í framtíðinni sem svo var engin innistæða fyrir. Núna þarf allt að detta niður á núllið ef svo má að orði komast og þaðan getum við haldið áfram að byggja á þeim auðlindum sem við eigum.

Upp á framtíðina að gera þá þarf í hvert sinn sem eitthvað fyrirtæki eða vara vex umfram staðalfrávik frá þjóðarhagvexti þá þarf að athuga hvort innistæða sé fyrir því. Sama þarf einnig að gera með tap, ávallt til þess að athuga hvort ekki sé innistæða fyrir því þannig að hrunið verði ekki of mikið.

Ekki grípa tækifærið ef gull og grænir skógar bjóðast. Ef þú græðir þá tapar einhver annar og ef þú græðir þeim mun meira þá tapa þeim mun fleiri á móti.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góð pæling.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 20:54

2 identicon

Amen!

Markús (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband