Færsluflokkur: Bloggar
16.1.2009 | 15:06
Davíd and Goliath
Staðfesti hvorki né sögulegt gildi þessarar kvikmyndar: http://www.imdb.com/title/tt0089420/
En sagan sem er sögð þarna er mjög áhugaverð og fær mann til þess að hugsa hvort Ísraelar hafi ávallt haft sama markmið og guð tilskipaði Davíð og Saul á undan honum.
Vilja útrýma Palestínumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2009 | 16:29
Tala skýrt og skilmerkilega takk
Taugastríð? Hvers konar fjandans bull er þetta eiginlega?
Stjórnarsáttmálinn er gangslaust plagg og einu svörin sem við fáum eru merkingalausar kaldastríðsglósur. Hvernig væri að annað hvort láta okkur fá nýjan stjórnarsáttmála eða bara drífa sig í að slíta þessu og boða til kosninga.
Taugastríð Geirs og Ingibjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 03:19
Gleðilegt tvö þúsund og betra.
Gleðilegt nýtt ár, árið er tvö þúsund og betra.
Til þess að þessi færsla sé ekki tímaeyðsla fyrir lesendur þá langar mig að rifja upp nokkur atriði nýársnæturinnar þar sem ég gekk um og óskaði fólki gleðilegs tvö þúsund og betra.
Ég hitti tvo landsliðsmenn úr silfurliðinu okkar, Loga og Ásgeir sem voru í mjög góðu skapi. Ég bara varð að taka í höndina á þeim og þakka fyrir. Logi var mun minni en ég hefði haldið :S
Ég hitti mjög virðulegan eldri mann, Sigurjón ef mig misminnir ekki, sem spurði mig mjög krefjandi spurninga um "betra" hlutann af áramótakveðju minni. Týndi næstum fólkinu sem ég var með þegar ég gleymdi mér í spjalli við hann.
Tvær stúlkur slógust í hópinn þegar við vorum að ganga niður Laugarveginn og sungu með okkur.
Tvær stúlkur sem gáfu mér svona sjálflýsandi staut eftir að ég óskaði þeim betra árs, þær brostu svo yndislega og gáfu mér ljósið sem þær voru með. Var svona stund sem maður gleymir ekki... rosalega súrrealískt samt, svona eins og þær hefðu verið álfar eða huldufólk sem rétt kíktu í heimsókn.
Stúlka sem lenti í óhappi, hrasaði og lenti á vegg en tók því eins og hetja þrátt fyrir ansi slæmt högg.
Óli vinur okkar sem skutlaði okkur heim.
Öll voru þau jákvæð og í góðu skapi, alveg eins og allir aðrir sem ég hitti.
Gleðilegt ár tvö þúsund og betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 21:02
Menntun er grunnstoð.
Menntun er einn hluti af þeirri grunnþjónustu sem ríkið ber skyldur til þess að veita samfélaginu. Sama hvernig árið er þá á menntun ekki að líða fyrir.
Hinir hlutarnir eru heilbrigðisþjónusta, menning og samgöngur/samskipti.
Það sagt þá get ég alveg nefnt að fjölbreytni náms í HÍ er of mikil á of stuttum tíma. Það sem ég á við er að það eru allt of margir áfangar sem eru kenndir á hverju ári. Þar á móti vantar aftur verulega aukið afl í rannsóknarvinnu ... þannig að "sparnaðarlega" séð þá kemur þetta út á eitt.
Mótmæla niðurskurðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2008 | 17:14
Íslenskupróf fyrir innflytjendur og menningarpróf fyrir Íslendinga
Þegar fólk flytur erlendis þá verður það mjög fljótlega fyrir svokölluðu menningarsjokki. Vörurnar í matvöruverslununum eru öðruvísi, fólki finnst allt aðrir hlutir fyndnir en þér og ýmis orðatiltæki eru hreint út sagt fáránleg.
Að sjálfsögðu verða innfæddir strax varir við að þér finnst ýmislegt vera skrítið og viðbrögðin eru mjög mismunandi. Það hjálpar gífurlega að geta gert sig skiljanlegan á máli innfæddra og það hjálpar ennþá meira að innfæddir eru skilningsríkir gagnvart mínum hefðum og meira að segja forvitnir um hvernig hitt og þetta er gert öðruvísi.
Það er ekki nóg að kenna innflytjendum íslensku. Íslendingar verða einnig að læra að meta hefðir og menningu innflytjenda. Allavega skilja að hefðir og menning annara er alveg jafn góð og íslenskar hefðir og siðir, bara öðruvísi.
Kunningi minn frá Indónesíu sagði mér að þar tíðkast enn að fjölskyldur skipuleggi hverjir giftist hverjum. Þetta er fullkomlega eðlilegt í samfélagi þar sem samfélagseiningin er fjölskyldan. Stuðningsnetið, sem er allt öðruvísi en á Íslandi, er fjölskyldan og sú aðgerð að bæta við einstaklingi í fjölskylduna er gríðarlega mikið verk og það er ekki nema sjálfsagt að öll fjölskyldan taki þátt í þeirri ákvörðun.
Kunningi minn frá Afganistan sagði mér áhugaverða sögu um hjónaband þar. Það er enn algengt til sveita þar að hjónabönd séu ákveðin af fjölskyldunni en í borgum og bæjum þá er þessi hefð óalgengari.
Á fyrirlestri um Rússland hér um daginn lærði ég að Rússar skynja nágrannaþjóðir allt öðruvísi en flestar aðrar þjóðir í Evrópu, einnig eignarétt. Rússland er opið til allra átta, engin náttúruleg landamæri líkt og flest önnur evrópulönd búa við. Í gegnum aldirnar hafa þeir þurft að þola endalausar innrásir og þar af leiðandi mótað sér mjög varnarlega stöðu gagnvart nágrönnum. Besta leiðin til þess að vekja traust almennings í Rússlandi er að vera sterkur og sannfæra Rússa um að þeir séu öruggir á meðan þú stjórnar þar. Tilgangurinn er einungis sá að verja, en ekki eins og vel flestir aðrir skynja... þeir sterku ráðast á.
Eignarétturinn er líka spes, Rússland er stæsta land í heimi. Þar var aldrei skortur á landi og því var tilgangslaust að reyna að slá eign á eitthvað, fólk ypptir bara öxlum, ryður aðeins meira af skógi og sest að á nýjum stað.
Bandaríkjamenn hafa frá upphafi þurft að keppa hvor við annan. Landflutningarnir voru kapphlaup, gullæðið var kapphlaup ... allt er keppni þar sem allir taka þátt hvort sem þeir vilja eða ekki og allir stefna að því að vinna hvort sem þeir vilja það eða ekki. Það er bandaríska leiðin.
Það liggur svo margt á bak við hefðir og menningu hvers lands ... og eina leiðin til þess að skilja er að tala saman. Þess vegna er íslenskupróf fyrir innflytjendur frábært... en mér finnst vanta menningarpróf fyrir Íslendinga.
Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2008 | 17:10
En margt margt annað hefur breyst
"Sem stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar bendi ég bara á það, að í gildi er samstarfssáttmáli á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Honum hefur ekki verið breytt."
Eins og fyrirsögnin segir... margt magt annað hefur breyst. Krafa almennings um nýjar kosningar er einmitt vegna þess að stjórnarsáttmálinn er nú ónothæfur. Skilur þetta fólk ekki hvað er að?
Hafa ekki tíma fyrir truflun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2008 | 15:12
Margir misskilja
... og túlka bókunina þannig að samfylkingin beri enga ábyrgð á störfum DO í seðlabanka. Ég skil hins vegar bókunina þannig að ef ekki væri fyrir stuðning sjálfstæðisflokksins þá væri búið að reka DO úr embætti.
Veit ekki hver er að misskilja...
Bókunin frá Össuri komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 21:59
Hvað þarf margar undirskriftir?
Ég sit hérna í US og horfi á borgarafundinn, öskrandi í huga mér að einhver spyrji hversu margar undirskriftir það þurfi til þess að ráðamenn trúi því sem almenningur er að segja.
Ég var bænheyrður af einum áhorfanda \o/ ... en það svaraði enginn spurningunni.
Ég ítreka því spurninguna og vil fá svar takk.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.11.2008 | 22:48
Opið stjórnkerfi
Stjórnkerfi og í raun öll kerfi hafa ákveðin tilgang. Hver hluti kerfisins er sérstaklega hannaður til þess að glíma við ákveðin vandamál eða til þess að veita ákveðna þjónustu.
Hugbúnaðarkerfi er hannað samkvæmt þörfum notenda (annars telst það vera gangslaust). Tilteknum aðferðum er beitt til þess að votta hvern hluta hugbúnaðarkerfisins og samþættingu þessara hluta. Þessar aðferðir vottunar eru margvíslegar en markmið þeirra að er til verði nothæft kerfi sem þjónar þörfum notenda.
Þeir sem þekkja til hugbúnaðarþróunar ættu auðveldlega að geta séð fyrir sér hvernig hægt er að hanna stjórnkerfi eins og hvert annað forrit. Þeir sem minna þekkja til þessara aðferða gætu ímyndað sér misgóð hugbúnaðarkerfi og ályktað að stjórnkerfi líkt og þau forrit verði bara meingölluð og því síður skárri en núverandi stjórnkerfi.
Það sem fólk kannski gerir sér ekki grein fyrir er að hugbúnaðarþróun er ekki einungis það ferli að búa til forrit, heldur einnig að fylgjast með vinnslu þess, afköstum og göllum og vinna að úrbótum. Hugbúnaðarferlið er eins og í núverandi stjórnkerfi, uppfærslur og aðlaganir til betri afkasta og hagkvæmni. Munurinn er sá að hugbúnaðarþróun notar mikið nákvæmari og betri aðferðir en núverandi kerfi þar sem fólk týnist spillingarneti og lögfræðiágreningi.
Ég vil því leggja til án þess að útskýra það nokkuð frekar að alþingi taki upp aðferðir hugbúnaðarþróunar. Þar eru alþingismenn hönnuðir kerfisins. Þeir fá hönnunar og breytingatillögur (feature requests) frá almenningi ásamt gallaskýrslum (bug reports) og gefa út gallalista (defect, exploit lists). Þeirra verk er að gera hönnunarleiðréttingar á þeim kerfum sem gallar finnast í eða breyta þeim samkvæmt nýju umhvefi eða breytingatillögum. Ýmis ráðuneyti, stofnanir og lögregla fylgjast með virkni kerfisins og hvort einhverjir séu að nýta sér þá galla sem eru þekktir og bregðast við á viðeigandi hátt.
Í hverjum kosningum kemur hver flokkur/frambjóðandi fram með ákveðnar breytingar/áherslur sem á að framkvæma í kerfinu og telst sá listi vera kosningasamningur þess flokks/frambjóðanda við kjósendur. Komi fram breytingatillaga sem enginn flokkur hefur á kosningasamning sínum þá þarf að leita til kjósenda til stefnumörkunar. Komi fram galli sem enginn kosningasamningur hefur ákvæði um þá þarf að loka þeim galla og leita til kjósenda.
Það er gríðarlega mikilvægt að alþingi hafi gott aðgengi að kjósendum og kjósendur einnig að alþingi vegna þess að kjósendurnir eru notendur kerfisins og eins og áður var sagt þá er kerfið gagnslaust ef það er ekki hannað samkvæmt þörfum notenda. Kosningakerfið þarf því að vera mjög aðgengilegt og einfalt í notkun.
Í opnu stjórnkerfi er einnig pláss fyrir opna stjórnmálaflokka. Ég vil fá að sjá stjórnmálaflokk sem er opinn öllum, hefur lifandi efnisskrá (Jóhann vinur minn jhaukur.blogspot.com er heilinn á bak við það) og frjálst kosningakerfi í uppröðun á lista. Hlutverk frambjóðenda er einungis að koma þeim málum sem efnisskráin segir til um... þeir geta að sjálfsögðu einnig verið hugmyndasmiðir og reynt að koma þeim hugmyndum inn á efnisskránna, en til þess þarf það sem þeir setja þar inn að vera samþykkt af hverjum þeim sem sem hafa þar skoðun á. Helsta hlutverk þeirra er að bera traust kjósenda til þess að framfylgja efnisatriðum efnisskráarinnar... sem knýr þá alls ekkert til þess að vera hugmyndasmiði.
Með aðferðum hugbúnaðarþróunar, opna stjórnmálaflokksins og lifandi efniskrár (kosningasamnings) þá tel ég að kjósendur geti betur treyst því að atkvæði þeirra komist til skila í aðgerðum sem eru þeim til góða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 21:23
Það sem er ósagt er athyglisverðara en það sem er sagt
Þar sem þessir reikningar voru inni í íslenskum banka þá bara ríkið ábyrgð á um 3 milljónum íslenskra króna inn á hverjum reikning (eitthvað svoleiðis) sem fyrir 3 mánuðum var miklu meira en 20 þúsund evrur. Þó að maður sé ekki klár á hvað gengið er núna þá má svo sem segja að 20 þúsund evrur = 3 milljónir eða svo eins og staðan er í dag.
Þessi upphæð er alger lágmarksupphæð sem öll lönd í EES ábyrgjast og ég sé engann möguleika á því að stjórnvöld hefðu getast skorast undan því að greiða þetta lágmark. Það sem var gert rangt var að leyfa stofnun þessara útibúa en aftur þá í núverandi umhverfi þá höfðu stjórnvöld ekkert um það að segja.
Allavega, ég fagna þessari niðurstöðu... hún er það besta sem við höfum í stöðunni.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)