Íslenskupróf fyrir innflytjendur og menningarpróf fyrir Íslendinga

Þegar fólk flytur erlendis þá verður það mjög fljótlega fyrir svokölluðu menningarsjokki. Vörurnar í matvöruverslununum eru öðruvísi, fólki finnst allt aðrir hlutir fyndnir en þér og ýmis orðatiltæki eru hreint út sagt fáránleg.

Að sjálfsögðu verða innfæddir strax varir við að þér finnst ýmislegt vera skrítið og viðbrögðin eru mjög mismunandi. Það hjálpar gífurlega að geta gert sig skiljanlegan á máli innfæddra og það hjálpar ennþá meira að innfæddir eru skilningsríkir gagnvart mínum hefðum og meira að segja forvitnir um hvernig hitt og þetta er gert öðruvísi.

Það er ekki nóg að kenna innflytjendum íslensku. Íslendingar verða einnig að læra að meta hefðir og menningu innflytjenda. Allavega skilja að hefðir og menning annara er alveg jafn góð og íslenskar hefðir og siðir, bara öðruvísi.

Kunningi minn frá Indónesíu sagði mér að þar tíðkast enn að fjölskyldur skipuleggi hverjir giftist hverjum. Þetta er fullkomlega eðlilegt í samfélagi þar sem samfélagseiningin er fjölskyldan. Stuðningsnetið, sem er allt öðruvísi en á Íslandi, er fjölskyldan og sú aðgerð að bæta við einstaklingi í fjölskylduna er gríðarlega mikið verk og það er ekki nema sjálfsagt að öll fjölskyldan taki þátt í þeirri ákvörðun.

Kunningi minn frá Afganistan sagði mér áhugaverða sögu um hjónaband þar. Það er enn algengt til sveita þar að hjónabönd séu ákveðin af fjölskyldunni en í borgum og bæjum þá er þessi hefð óalgengari.

Á fyrirlestri um Rússland hér um daginn lærði ég að Rússar skynja nágrannaþjóðir allt öðruvísi en flestar aðrar þjóðir í Evrópu, einnig eignarétt. Rússland er opið til allra átta, engin náttúruleg landamæri líkt og flest önnur evrópulönd búa við. Í gegnum aldirnar hafa þeir þurft að þola endalausar innrásir og þar af leiðandi mótað sér mjög varnarlega stöðu gagnvart nágrönnum. Besta leiðin til þess að vekja traust almennings í Rússlandi er að vera sterkur og sannfæra Rússa um að þeir séu öruggir á meðan þú stjórnar þar. Tilgangurinn er einungis sá að verja, en ekki eins og vel flestir aðrir skynja... þeir sterku ráðast á. 

Eignarétturinn er líka spes, Rússland er stæsta land í heimi. Þar var aldrei skortur á landi og því var tilgangslaust að reyna að slá eign á eitthvað, fólk ypptir bara öxlum, ryður aðeins meira af skógi og sest að á nýjum stað.

Bandaríkjamenn hafa frá upphafi þurft að keppa hvor við annan. Landflutningarnir voru kapphlaup, gullæðið var kapphlaup ... allt er keppni þar sem allir taka þátt hvort sem þeir vilja eða ekki og allir stefna að því að vinna hvort sem þeir vilja það eða ekki. Það er bandaríska leiðin.

Það liggur svo margt á bak við hefðir og menningu hvers lands ... og eina leiðin til þess að skilja er að tala saman. Þess vegna er íslenskupróf fyrir innflytjendur frábært... en mér finnst vanta menningarpróf fyrir Íslendinga.


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Nokkrir fleiri punktar um Bandaríkin. Af "vestrænum" þjóðum þá eru US lang stæst... lang lang stæst með um 300 milljónir manns. Næst stæsta vestræna þjóðin er Þýskaland með um 80 milljónir manns og þar á eftir Frakkland.

Björn Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Finnst þér vanta menningarpróf fyrir Íslendinga? Gæti verið. Gæti líka verið að það vantaði menningarpróf fyrir miklu fleiri þjóðfélög.

Það sem ég vildi hins vegar leggja til er að þeir sem þreyta íslenzkupróf til ríkiborgararéttar þurfi líka að þreyta ek. próf eða sitja námskeið til þekkingar á siðum, menningu og sögu þess lands sem þeir hafa ákveðið að gera að sínu nýja föðurlandi.

Mér þætti sjálfum sjálfsagt og nauðsynlegt að afla mér slíkrar þekkingar hefði ég hugsað mér að setjast til frambúðar að í öðru landi.

Emil Örn Kristjánsson, 17.12.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn Leví, þarna er verið að ræða um ríkisborgararétt - ekki dvalarleyfi.  Ríkisborgararétt á ekki að veita erlendum án grunnþekkingar á sögu og menningu landsins, auk tungumálsins,  svipað og gert er í okkar nágrannalöndum.  

Þú skrifar frá USA og hefur eflaust rekið þig á að þú þarft oft að benda á landakortið til þess að útskýra fyrir innfæddum hvaðan þú kemur.  Það yrði sannarlega hátíð í þ-vísa landi ef þú sæktir þar um ríkisborgararétt og allar 300 milljónirnar þyrftu svo í framhaldinu að fara í menningarpróf varðandi Ísland 

Kolbrún Hilmars, 17.12.2008 kl. 18:09

4 identicon

Væri gaman að vita hvort ég stæðist þetta próf :D

Markús (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég átta mig fullkomlega á því að það er verið að tala um íslenskupróf til ríkisborgararéttar... sé ekki að ég hafi gefi tilefni til þess að halda annað.

... og nei, ég þarf yfirleitt ekki að benda á landakort þegar ég segi hvaðan ég er...

Fólk hérna er mun betra í samskiptum við útlendinga en Íslendingar eru, tel ekki þörf á menningarprófi fyrir bandaríkjamenn til þess að mennta þá um erlenda siði. Það má að sjálfsögðu geta þess að það eru já 300 milljónir manns hérna og sjálfhverfa er eitt einkenni einstaklingsframtaksins ... US er hins vegar suðupottur menningarbrota og almennt séð þarf ekki að kenna Bandaríkjamönnum hvað umburðarlyndi gagnvart útlendingum er.

Ég veit að þetta hljómar dálítið skringilega ... en þetta er svona hérna í US. Bandaríkjamenn annars staðar en í US er allt annað mál.

Björn Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband