Gleðilegt tvö þúsund og betra.

Gleðilegt nýtt ár, árið er tvö þúsund og betra.

Til þess að þessi færsla sé ekki tímaeyðsla fyrir lesendur þá langar mig að rifja upp nokkur atriði nýársnæturinnar þar sem ég gekk um og óskaði fólki gleðilegs tvö þúsund og betra.

Ég hitti tvo landsliðsmenn úr silfurliðinu okkar, Loga og Ásgeir sem voru í mjög góðu skapi. Ég bara varð að taka í höndina á þeim og þakka fyrir. Logi var mun minni en ég hefði haldið :S

Ég hitti mjög virðulegan eldri mann, Sigurjón ef mig misminnir ekki, sem spurði mig mjög krefjandi spurninga um "betra" hlutann af áramótakveðju minni. Týndi næstum fólkinu sem ég var með þegar ég gleymdi mér í spjalli við hann.

Tvær stúlkur slógust í hópinn þegar við vorum að ganga niður Laugarveginn og sungu með okkur.

Tvær stúlkur sem gáfu mér svona sjálflýsandi staut eftir að ég óskaði þeim betra árs, þær brostu svo yndislega og gáfu mér ljósið sem þær voru með. Var svona stund sem maður gleymir ekki... rosalega súrrealískt samt, svona eins og þær hefðu verið álfar eða huldufólk sem rétt kíktu í heimsókn.

Stúlka sem lenti í óhappi, hrasaði og lenti á vegg en tók því eins og hetja þrátt fyrir ansi slæmt högg.

Óli vinur okkar sem skutlaði okkur heim.

Öll voru þau jákvæð og í góðu skapi, alveg eins og allir aðrir sem ég hitti.

Gleðilegt ár tvö þúsund og betra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það voru mentamenn sem komu okkur i kaldan klaka ekki gleyma þvi

reynir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 04:13

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Veit ekki alveg hvernig þessi athugasemd á við færsluna?

Stimplunin þín er annars röng. Það er alveg jafn rétt að segja að það hafi verið mannfólk sem kom okkur á kaldan klaka, eða að það hafi verið karlmenn... vestræni heimurinn... hvíti maðurinn... staðreyndin að allir sem komu okkur í vandræði borða mat... og svo framvegis.

Það er mjög erfitt og auðvelt að gera villu þegar það er verið að alhæfa. Algeng villa :)

Björn Leví Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband