Færsluflokkur: Bloggar

Úff, slæm líking

Í fyrsta lagi þá fékk útgerðin húsið gefins. Í öðru lagi þá er þetta hús þannig að þegar búið er á "veiða" eitt herbergi þá virðist svo vera eins og það eigi sjálfkrafa að koma nýtt herbergi, jafn stórt á sama stað.

Allavega, svo tekur útgerðin veð í húsinu... gerandi ráð fyrir því að það komi alltaf ný og jafnstór herbergi inn í húsið í staðinn fyrir gömlu "veiddu" herbergin.

Hvað myndi útgerðin gera ef í staðinn fyrir að þjóðnýta 5% á ári minnka bara kvótann um 5% á ári (frá núverandi kvóta þannig að eftir 20 ár þá væri enginn kvóti).

Ég spyr bara, þurfti útgerðin að taka lán?


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvingaðar sameiningar

Ef maður hefur þetta: http://bjornlevi.blog.is/blog/bjornlevi/entry/882393/ í huga þá verður maður að velta því fyrir sér hvort kerfið sé sérstaklega hannað til þess að svelta sveitafélög.

Fyrst er skólum skellt á sveitafélögin, svo er kerfinu breytt á þann hátt að stæstur hluti atvinnustarfseminnar getur sniðgengið útsvarið ... Það kallar á hagræðingar (alltaf gott að hagræða er það ekki?).

Hvað ef hagræðingarnar þýða einkavæðing? Er það ekki eitt æðsta boðorð frjálshyggunnar að ekkert er hagræddara en einkavædd þjónusta?

Ekkert ný pæling svo sem, en bara gott að minna fólk á hvert markmiðið er.


mbl.is Fréttaskýring: Slæm staða kallar á lagabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt helsta vandamál sveitafélaganna

... er útsvarið.

http://www.grundarfjordur.is/Files/Skra_0008560.doc

Segir meðal annars:

Eitt af þeim ,,áreitum” sem útsvarsstofninn hefur orðið fyrir á undanförnum árum er breytt löggjöf sem lýtur að rekstri einkahlutafélaga. Þróunin hefur verið sú hjá sjálfstæðum atvinnurekendum í svonefndum einstaklingsrekstri, að einstaklingsrekstrinum er breytt yfir í einkahlutafélag. Breytingin gefur eigendum (sem jafnframt eru starfsmenn fyrirtækisins) svigrúm til þess að reikna sér lægri laun en taka á móti mun hærri fjárhæð út úr félaginu og reikna sér arðgreiðslu í lok ársins fyrir mismun úttekta og reiknaðra launa. Af arðgreiðslunni er greiddur 10% fjármagnstekjuskattur, en af launum eru greidd tekjuskattur og útsvar sem er um 3-4 sinnum hærri fjárhæð.

 Sveitafélögin fá ekkert af fjármagnstekjuskattinum, hann fer beint í ríkissjóð. Gríðarlegar tekjur sem aflað er heima í hverju sveitafélagi fer þannig fram hjá sveitafélaginu sjálfu og beint í ríkissjóð sem þýðir að viðkomandi er ekki að borga fyrir uppihald skóla eða fyrir aðra þjónustu sem sveitafélagið veitir.

Afleiðingarnar af þessum tekjumissi fyrir sveitafélögin eru gríðarlega miklar. Laga takk!

 


mbl.is Slæm staða hjá Grundarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga neytendur sjálfir að fá að ráða?

... hvað eru annars "bírókratar"? ... ég þekki enska orðið, en hef aldrei séð þetta íslenskað svona áður :D

Allavega, spurningin er hvort neytendur eigi sjálfir að fá að ráða?

Fyrir mér þá er svarið einfalt. Nákvæmlega eins og með reykingar og ástæður reykingabanns á veitingahúsum og þvíumlíkt (almenningsstöðum) þá því miður mega neytendur ekki hafa lokaorðið þegar kemur að "neyslu" gróðurhúsalofttegunda.

Þetta er nákvæmlega ein ástæða þess að við fundum upp það sem við köllum stjórnvöld. Í vissum málaflokkum þá viljum við taka samfélagslega ábyrgð ... þar sem eigingirni eða "réttindi" einstaklingsins eru einfaldlega fótum troðin. Við eigum ekki að þurfa að "treysta" neinum til þess að gera rétt og velja umhverfisvænni bílinn ... það er einfaldlega lúxus sem við megum ekki leyfa okkur í þeim aðstæðum sem við erum í, sem heimurinn er í varðandi gróðurhúsalofttegundir.


mbl.is Obama kynnir eldsneytislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröll á þingi

Ísland á margar tröllasögur. Ég bjó nálægt einni í mörg ár á Grundarfirði, en þar upp í Helgrindunum er steingerð tröllskessa með feng sinn í poka á bakinu.

Þessa dagana sé ég helst tröll á internetinu og núna nýlega áttaði ég mig á því að starfshættir stjórnarandstöðunnar (... nú sem og áður) er að "tröllast".

Sögnin að tröllast (e. trolling) á við einstakling sem leggur efni til málanna sem hefur þann tilgang að hefja rifrildi. Málflutningurinn getur annað hvort viljandi verið á þann máta eða algerlega óviljandi (slæmur vani sem tröllið heldur að sé fullkomlega eðlilegt).

Ég hafði ekki áttað mig á þessari samlíkingu málflutnings stjórnarandstöðunnar við þetta þekkta internetfyrirbrigði fyrr en núna mjög nýlega. Líklega vegna stjórnarskiptanna, áður var blaðrið í stjórnarandstöðunni bara það... sama gamla vælið. En núna þegar nýja stjórnarandstaðan er farin að gera nákvæmlega það sama ... þá áttaði ég mig á því, þeir eru að tröllast.

Finnum nokkur dæmi:
Á síðu Björns Bjarna má finna: "Þegar ég hlustaði á ræður þingmanna um stefnuræðu forsætisráðherra (stefnuræðan geymdi ekkert nýtt)"

... hver er tilgangur þessarar svigaglósu? Tvennt kemur hérna fram, annars vegar þá er auðvitað búið að tala um öll þessi mál sem rætt var um í stefnuræðunni áður ... meðan hún var í mótun. Að sjálfsögðu er ekkert nýtt. Hins vegar þá er allt sem er í stefnuræðunni nýtt, þessi stefna hefur aldrei verið tekin áður ... og þó við höfum heyrt talað um öll þessi mál áður þá eru þau sem STEFNA... glæný.

Á: http://eyjan.is/blog/2009/05/19/fyrsta-mal-a-dagskra-althingis-stofnun-eignaumsyslufelags-rikisins/ er sagt
"Stofnun eignahaldsfélagsins sætir talsverðri gagnrýni, m.a. Samtaka atvinnulífsins og bankanna. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rakti gagnrýnina og sagði fyrirkomulagið bjóða heim hættunni á spillingu og nefndi hugmyndina um að stofna sérstakan banka til að fara með málefni viðkomandi fyrirtækja."

... bíddu, erum við ekki að koma okkur ÚR spillingu í bönkum?

... og svo framvegis.

Smá um tröllin og aðferðirnar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Internet_troll
Kínverska skilgreiningin er sérstaklega skemmtileg "fólk sem er illgjarnt og erfitt að líka við" (e. mean or hard to get along with)

Að mata tröllin (e. feeding the trolls) eru öll svör sem detta í gildruna (verða beitunni að bráð). Í því samhengi væru fjölmiðlar því tröllin sem bíta á og mata þannig málflutning að þessu tagi

Nú er búið að afnema bindisskylduna... spurning um að hrista aðeins upp í fjölmiðlum að læra hvað er tröll og hvað ekki...


Nútíma þrælahald

Lán eru nútíma "löglegt" form á þrælahaldi.

Verðtryggingin er einungis nýtt að hálfu, sem verndartæki fyrir lánveitendur. Í gervigreindarnáminu sem ég er í núna þá snýst margt um "verðlaun" og "styrkingar" ... ef verðlaunin eru sett upp eins og þau eru núna með verðtrygginguna þá er sífellt hægt að pumpa inn verðbólgu (hækkandi húsnæðisverð og þvíumlíkt) ... sem leiðir til aukinna tekna af lánum.

Kerfið er tvöfalt... verðtrygging á að verja gegn verðhjöðnun alveg eins og gegn verðbólgu. En ef verðbólga verður tæki til gróða þá virkar verðtryggingin ekki sem jöfnunartæki eða "trygging" fyrir alla, bara lánveitendur. Ef lánveitendur þurfa hins vegar að vera hræddir við verðhjöðnun, þurfa að fara að borga með láninu þá væri það betri hvatning til þeirra til þess að halda jafnvægi á kerfinu.

Ekki afnema því verðtrygginguna alla, bara þann hluta sem snýr að verðbólgunni. Verðtryggingin verður áfram að vera til fyrir neytendur sem viðhaldstæki til stöðugs hagkerfis.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá rökvilla í gangi hérna...

Kjartan Gunnarsson að bulla

Segðu mér Kjartan, hvernig ferðu að því að túlka að stuðningur við ESB hafi EKKI unnið sigur þegar þú rökstyður þá staðhæfingu með að VG (andstæðingar ESB) hafi unnið stæsta sigurinn ... á sama tíma og HINN FLOKKURINN sem var á móti ESB (nefnilega þinn flokkur xD) TAPAÐI MESTU Í KOSNINGUNUM???

Ert þú að segja að xD hafi tapað svona miklu út af einhverju öðru? ... ok, en af hverju heldur þú því þá fram að evrópusinnar innan xD hafi kostað flokkinn mörg atkvæði í áróðri um að láta þá kjósa aðra flokka? ...

Ert þú að segja að EINA ástæða þess að VG vann svona stóran sigur er vegna andstöðu þeirra við ESB? ... Ég persónulega kaus VG í þetta skipti, ekki vegna afstöðu þeirra til Evrópumála heldur vegna þess að ég treysti þeim til þess að vera ekki að maka eigin krók. Ekki marktækt úrtak ... en samt staðreynd. 

Að þú málir yfir samstarf VG og S með risavöxnum bláum pensli með gulum stjörnum í þeim tilgangi að sprengja upp það samstarf er vísvitandi rangtúlkun á skilaboðum kjósenda til alþingis. Ekki er ég nú hissa á að xD misskilji svo sem ... ég er bara hissa á að xD séu enn að tjá sig um málið vitandi að þeir koma til með að misskilja skilaboð kjósenda og þar af leiðandi bulla bara.

... vil ekki alhæfa fyrir alla xD'ara samt, það eru alvöru Íslendingar þarna inn á milli ... fæstir þeirra fá bara að tjá sig um málið því hinar raddirnar garga svo hátt og heimskulega.

...

úff, ég reyni venjulega að stilla blótsyrðum í hóf... ég bara finn engin önnur orð sem lýsa þessu betur.


Sitja uppi með skuldir ...

... er það já?

20% niðurfelling skulda ... einhver?

Hagsmunir hverra af því að sprengja upp mögulega vinstri stjórn?

Eftirlaun...

Hverjir hafa hugsað um eigin rass undanfarin ár? Hverjir hafa predikað að það er gott að hafa auðmenn því brauðmolar þeirra detta niður á gólf til hinna...

Til allra sem setja afarkosti á samninga S og VG:

VG fær að setja auðlindir í stjórnarskrá, S fær að sækja um aðild að ESB (með stuðningi alþingis eða þjóðar ... alþingi ætti að vera nóg) og þjóðin fær svo að kjósa ... og líklega segja nei.

Til hvers þá að fara út í aðildaviðræður? Af því að við þurfum það aðhald sem ESB krefst. Til þess að viðræður séu mögulegar þá þurfum við að taka til. Til þess að S geti sótt um ... þá þarf fyrst tiltekt.

Wizard


mbl.is Fylgistap kostar flokkana milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn skilningur á kosningaúrslitunum

Meirihluti þjóðarinnar vill aðildaVIÐRÆÐUR

Mikill og aukinn stuðningur er við að hagsmunir (auðlindir) Íslands séu öruggar í eigu íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin vill stjórnmálin upp á yfirborðið, úr læstu herbergjunum og burtu frá "hagsmunaaðilum".

Þetta þýðir eftirfarandi:
- VG fær að leiða stjórnarskrárbreytingar sem tryggja eign íslensku þjóðarinnar á auðlindum hennar.
- Þjóðin fær væntanlega að kjósa um þessar breytingar + mögulega aðildaviðræður eða ekki (óþarfi að kjósa um aðildaviðræður vegna OSB
- S fær eftir þær breytingar aðildaviðræður við ESB (OSB er betra nafn en SOB)
- Þjóðin fær að kjósa um aðild EF ásættanleg niðurstaða næst að mati alþingis.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutamyndun, hvers vegna?

Geta þessir flokkar ekki bara farið á þing með sína þingmenn, þurfa þeir endilega að rotta sig saman í einhvern meirihluta sem límdur er saman með stjórnarsáttmála sem eru afbökuð kosningaloforð þeirra flokka sem mynda meirihlutann ?

Meirihlutar myndast hvort eð er á alþingi, en þá bara um hvert málefni fyrir sig.


mbl.is Þingað um nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband