Eitt helsta vandamál sveitafélaganna

... er útsvarið.

http://www.grundarfjordur.is/Files/Skra_0008560.doc

Segir meðal annars:

Eitt af þeim ,,áreitum” sem útsvarsstofninn hefur orðið fyrir á undanförnum árum er breytt löggjöf sem lýtur að rekstri einkahlutafélaga. Þróunin hefur verið sú hjá sjálfstæðum atvinnurekendum í svonefndum einstaklingsrekstri, að einstaklingsrekstrinum er breytt yfir í einkahlutafélag. Breytingin gefur eigendum (sem jafnframt eru starfsmenn fyrirtækisins) svigrúm til þess að reikna sér lægri laun en taka á móti mun hærri fjárhæð út úr félaginu og reikna sér arðgreiðslu í lok ársins fyrir mismun úttekta og reiknaðra launa. Af arðgreiðslunni er greiddur 10% fjármagnstekjuskattur, en af launum eru greidd tekjuskattur og útsvar sem er um 3-4 sinnum hærri fjárhæð.

 Sveitafélögin fá ekkert af fjármagnstekjuskattinum, hann fer beint í ríkissjóð. Gríðarlegar tekjur sem aflað er heima í hverju sveitafélagi fer þannig fram hjá sveitafélaginu sjálfu og beint í ríkissjóð sem þýðir að viðkomandi er ekki að borga fyrir uppihald skóla eða fyrir aðra þjónustu sem sveitafélagið veitir.

Afleiðingarnar af þessum tekjumissi fyrir sveitafélögin eru gríðarlega miklar. Laga takk!

 


mbl.is Slæm staða hjá Grundarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband