Fjögurra mánaða ráðherrar

Uppstokkun ráðherrastóla ... eins og Ágúst bendir á þýðir að á þessu ári stijum við líklega upp með svipaðar aðstæður og í borginni í fyrra ... þrír forsætisráðherrar á einu ári (allir hinir líka gefið að enginn sá sami verði eftir kosningar).

Hvað þýðir þetta fyrir Íslendinga? Hvers konar lífeyrisréttindi "tikka" inn bara af því að einhver verður ráðherra óháð hversu lengi hann er ráðherra. 

Vil leggja fram að ALLIR þingmenn (hvort sem þeir verði ráðherrar eða forsetar alþingis eða hvað það nú er) verði einfaldlega á venjulegum þingmannalaunum og kjörum þangað til ný ríkisstjórn tekur við... og helst eftir það líka þangað til búið er að hanna nýtt skipulag til aðgreiningar löggjafarvalds og framkvæmdavalds.

Þetta þýðir að ráðherrastöðurnar eru einungis táknrænar, alþingi allt ber þá ábyrgð að einangra framkvæmdavaldið á ný.

Rétt að minnast á þær röngu hugmyndir sem fólk hefur um "leiðtoga". Það að vera leiðtogi þýðir í raun að þú hefur EKKERT vald. Þín ábyrgð er að framkvæma vilja þeirra sem þú leiðir en gefur þér ekki réttindi til þess að flagga þér og þínum. Bara smá áminning...


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband