9.6.2009 | 00:51
Mjög gott útspil hjá xD ... eða hvað?
Fyrstu viðbrögð mín við þessari tillögu er: Frábært... einmitt það sem vantar.
Næstu viðbrögð eru: Magnað að þetta var ekki gert "strax" í október.
... og svo les ég fréttina og innihald tillögunnar.
Meðal þess sem lagt er til er að rýmkuð verði verulega skilyrði þess að heimili geti lækkað greiðslubyrði húsnæðislána. Gert er ráð fyrir að myndaður verði sérfræðingahópur sem fjalli um leiðir til þess að lækka höfuðstól fasteignaveðlána í þeim sérstöku tilvikum þegar almenn greiðsluerfiðleikaúrræði duga ekki. Þá verði stimpilgjöld afnumin til að auðvelda fólki að njóta bestu kjara við endurfjármögnun lána.
Afnám stimpilgjalda, vá... ég hef aldrei heyrt það áður. Lækka greiðslubyrði lána... hvernig? Sérfræðihópur sem fjallar um leiðir til að lækka ... þetta er svo xD-legt.
Allt í allt ... ekkert úr þessari málsgrein.
Meðal tillagna í ríkisfjármálum eru, að sett verði fram raunhæf áætlun í ríkisfjármálum sem miðast við að á þremur árum verði hallinn án vaxtagjalda horfinn og ríkisfjármál verði sjálfbær. Leggja þurfi áherslu á að stækka skattgrunna í stað þess að auka álögur.
Raunhæf áætlun... þetta er semsagt tillaga um að það verði að setja fram áætlun? Það var hérna sem mér hætti að finnast þetta sniðugt.
Þá verði skoðað í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að gera kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna til að afla ríkissjóði frekari tekna. Þannig verði inngreiðslur í lífeyrissjóð skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð gæti aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða króna viðbótartekna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega.
... og lækkar tekjur lífeyrissjóðanna sem lækkar höfuðstól inneignar í lífeyrissjóðnum sem lækkar vextina sem lækkar ... ALLT, nema tekjur ríkissjóðs. Vei!
Varðandi peningamál er lagt til, að gerð verði athugun á framtíðarfyrirkomulagi gjaldeyrismála og upptöku annarrar myntar, þar með talið könnun á kostum og göllum aðildar að Myntbandalagi Evrópu, verði gerð af utanaðkomandi sérfræðingum.
Þetta frá xD er merkilegt ... en samt bara tillaga um að gera áætlun eins og áður. Fullt af fyrirvörum hérna sem er voðalega auðvelt að hagræða eftir vindi þegar kemur að skuldadögum. Voðalega draslaralegt.
Þá verði reglum um gjaldeyrishöft breytt þannig að nýjar erlendar fjárfestingar falli ekki undir höftin. Einnig verði þróuð úrræði til að minnka umfang verðtryggingar og auka framboð óverðtryggðra lána.
Hvernig væri að hafa hálfa verðtryggingu ... verðtryggingu sem tryggir eigendur sparifés en ekki eigendur lána? Aftur er þetta voðalega loðaraleg málsgrein. Vantar allar TILLÖGUR í þetta. Minnka umfang verðtryggingar, iss... 0.1% minnkun er minnkun.
Aðgerðaleysi stjórnvalda undanfarna mánuði hefur leitt af sér mikinn kostnað og skaða fyrir íslenskt þjóðfélag. Til að mynda hefur nú þegar skapast 20 milljarða kr. viðbótarhalli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári til viðbótar við þann gríðarlega halla sem fyrir er. Seinagangur við að kynna áætlun í ríkisfjármálum og endurreisa bankakerfið og tilheyrandi seinkun vaxtalækkunar hefur valdið miklum skaða í atvinnulífinu og fyrir fjárfestingar," segir í greinargerð með tillögunni.
Þetta er auðvitað bara hræsni. Tölum fyrst um þær aðgerðir sem komu okkur í þetta vesen ... tölum svo um aðgerðaleysið eftir hrunið ...
Góð tilraun, illa framkvæmd.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Thetta er bara bull og vitleysa. Eins og fólk sé ekki búid ad átta sig á thví hvar hollusta thessara vidbjódslegu spillingarflokksmanna liggur.
Innantómt kjaftaedi. Engar beinar tillögur. Thetta er vidbjódslegt safn af drulluhölum thessi spillingarflokkur. Ekki er haegt ad minnast á thessi kvikindi óaelandi. PUKE!!
dROFF (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:11
Það er hægt að taka undir hvert orð hjá þér Björn. Það þarf engu við þennan pistil þinn að bæta heldur, Þennan texta ætti hvert barn að geta innbyrt án vandræða, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að sjá til lands í froðunni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 09:15
10.000 * 0,7 = 7000, 7000*1,1^10 = 18.156.
10.000 * 1,1^10 = 25.937, 25937 * 0,7 = 18.156.
Er ég að missa af einhverju?
Blahh (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.