... og þetta eru líka mistök

http://ekg.blog.is/blog/ekg/entry/851721/

Tilgangur þess að opna fjármál stjórnmálaflokkanna er að minnka spillingu. Ef ákveðnir aðilar geta komist upp með að styrkja flokkinn í gegnum millilið þá er tilgangslaust að opna fjármál flokkanna, þær upplýsingar segja í raun ekki neitt um hverjir í raun og veru styktu flokkinn.

Ég segi því "meira bull", þó að ég verði að öðru leiti að hrósa EKG fyrir þessa grein því hún er að öllu leiti mjög vel skrifuð. Gallinn eins og ég sagði áður er að opið bókhald þýðir að við viljum vita hver það var sem opnaði budduna og styrkti flokkinn.

Vil bæta því við að það getur vel verið að þeir sem styrkja vilji halda nafnleynd, og flokkurarnir fái aldrei að vita hverjir í raun og veru styrktu þá ... og þannig geti þeir haldið hlutleysi sínu. Hins vegar þá er mjög erfitt að fylgja því eftir, bara að það sé möguleiki á bakherbergis-samningum þýðir að sú aðferð er gölluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tæknileg mistök.....

Ingi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

hehe, senda þetta fólk á forritunarnámskeið. Kenna þeim um for-, eftirskilyrði og fastayrðingar.

...sérstaklega þurfa lögfræðingarnir á svoleiðis kennslu að halda (þeir sem vinna í að semja lög)

Björn Leví Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband