GÞÞ bað ekki um styrk, hann bað aðra að biðja um styrk

"Hið rétta er að ég fékk nokkra einstaklinga í flokknum til að aðstoða skrifstofu hans við fjársöfnun sem fram fór síðari hluta árs 2006. Ég óskaði ekki eftir styrk frá neinu ákveðnu fyrirtæki eða einstaklingi til Sjálfstæðisflokksins"

Í alvöru maður... er einhver munur á því?

Ég skal sko alveg trúa því sem þú segir þarna, 100% satt... tíu fingur og alles vegna þess að þetta er hreint út sagt játning á því að þú hafir beinlínis aflað fjár fyrir flokkinn. Aðferðin sem þú beitir er tilraun til þess að firra þig ábyrgð ... en gerir það alls ekki.

Hvers vegna ekki? Býst ekki við því að þú hafir sérstaklega tekið fram hvernig átti að afla styrkja? Áttu þeir sérstaklega að forðast að fá styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum? Ef þú gefur starfsmönnum þínum lausan tauminn til þess að ná einhverju takmarki þá BERÐ ÞÚ ÁBYRGÐ Á HVERNIG ÞEIR NÁ ÞVÍ TAKMARKI!!!! Sem stjórnandi berð þá ábyrgð á ákvörðunum, aðferðum og niðurstöðum.

Þú segir hér skírt og skilmerkilega að þú  hafir látið fólk safna fé og beina því fé til skrifstofa xD. Með því berð þú ábyrgð á þeirri ákvörðun, þeim aðferðum sem fólkið notaði við söfnunina og skilum á því fé til xD.

takk, bless ... og vinsamlega ekki koma aftur.


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Er þetta ekki svona í Mafíunni, þegir bossinn gefur viljandi ekki skýr fyrirmæli, "Just take care of it, I don't want to know how you do it"

Einar Karl, 10.4.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Heh, var einmitt að líkja nokkrum atburðum við svona atriði í mafíósamyndum. En já, betur sagt en ég gat komið frá mér, takk :)

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 03:06

3 identicon

Hann hafði sem sagt ekki neinn áhuga á að sjálfstæðisflokkurinn fengi fjármagn til að geta starfað! STÓRFURÐULEGT

haha (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband