Nýtt kerfi

Nýtt kerfi já, en hvernig á nýtt kerfi að vera?

Miðað við hvað hefur verið í gangi á undanförnum árum þá verðum við að spyrja okkur hvað viljum við? Það er kallað eftir ábyrgð (sem beinist gegn spillingu og mistökum) og það er einnig kallað eftir hreinskilni.

Ég hef svo sem fjallað aðeins um þetta áður. Það er ekki hægt að byggja inn ábyrgð í kerfi nema markmið og starfsferli séu skýr og skilmerkileg. Ef farið er út fyrir ákveðin starfsferli þá má spyrja um spillingu og ef markmið eru sniðgengin þá má tala um ábyrgð vegna mistaka.

Í núverandi skipulagi þá er spilling innbyggð í flokkakerfið. Röðun manna á lista til kosninga (hvort sem það er gert af miðstjórn flokkanna eða af skráðum meðlimum þeirra) sem og hvernig útstrikanir á kjörseðlum eru hunsaðar eru svartur blettur á lýðræðinu. 

Það er að vísu ekkert sem segir að hver einstaklingur geti ekki verið skráður í alla flokkana og þannig boðið sig fram eða kosið í "uppröðun" listanna. Því miður eru flokkarnir samt eini vettvangur fólks til þess að bjóða sig fram til samfélagsþjónustu á alþingi, stökkbretti fyrir suma og veggur fyrir aðra.

Orðin "nýtt kerfi" segir heldur ekkert til um hvort það sé betra en "gamla kerfið" eða ekki. Það segir okkur einungis að okkur finnst allavega hlutar gamla kerfisins vera gallaðir. Nægilega mikill hluti gamla kerfisins til þess að lagfæringar á því búi í raun til "nýtt kerfi". 

... Mig langar bara til þess að heyra hvað þetta nýja kerfi á að gera.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband