15.11.2008 | 15:27
Íslendingar að mótmæla, húrra.
Undur og stórmerki hafa þurft að gerast til þess að Íslendingar drattast til þess að mótmæla. Þvílíkur mannfjöldi sem mætir í þessi mótmæli er því ekki bara undur heldur einnig stórmerki ... og SEX LAUGARDAGA Í RÖÐ.
Það er kominn tími til þess að sumir hugsi sér aðeins um, er mögulegt... oggu pínulítill möguleiki, á að mótmælin séu út af einhverju sem ég gerði eða gerði ekki? Ef þú svarar þessari spurningu játandi þá ert þú væntanlega yfirmaður í banka, fjármálaeftirliti, seðlabanka eða ráðherra ... þá er kominn tími til þess að verðlauna mótmælendur fyrir friðsamleg og staðföst mótmæli.
Það má líta á þetta eins og að ganga í gin ljónsins, en það er betra en að vera kastað fyrir ljónin.
Þúsundir mótmæla á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála en er ekki góð hugmynd að mótmæla næst fyrir framan Bónus á Laugarveginum, þeir feðgar Jón og jóhannes hafa alveg verið látnir í friði en eru þeir ekki jafn ábyrgir fyrir stöðinni og stjórnvöld?
sigG (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:23
Var ekki hlutverk stjórnvalda að setja þessum mönnum viðeigandi skorður? Það á enn eftir að fá úr því skorið hvort það voru viðskiptajöfrarnirr sem fóru út fyrir lögin eða hvort lögin og eftirlitskerfið voru einfaldlega of götótt (sem marga grunar nefninlega að þau hafi verið).
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2008 kl. 15:52
Siðferðislegar skorður eru sjaldan byggðar inn í regluverk kerfis. Vandamálið er hvort ákveðin hegðun í einu kerfi teljist ósiðleg eða hvort það telst bara vera að fara eftir reglum kerfisins.
Almenn lög samfélagsins ætlast til ákveðins siðferðis, þau eru yfirkerfi utan um öll önnur sem eru hönnuð innan þess samfélags. Kerfi eins og fjármálakerfið er innan almennra laga en hefur einnig eigin reglur. Vandamálið er þá að ef þú hlýtur reglum fjármálakerfisins getur þú þá verið að brjóta reglur almennra laga?
Ef svarið er já þá brjóta reglur fjármálakerfisins hönnunarreglur sem segja til um þrengingar skilmála í undirkerfum. Einfaldlega, undirkerfi má ALDREI útvíkka reglur yfirkerfis.
Ekki brutu leikmennirnir þessa hönnunarreglu ... en hins vegar ef þeir nýta sér þessa "holu" í hönnuninni þá telst það í raun svindl... en það er ekki hægt að refsa þeim fyrir það fyrr en það er sérstaklega búið að tilgreina að þess háttar notkun sé ekki leyfileg.
Almennu lögin eru hins vegar ágætlega almenn og því ná þau oft, með smá útúrsnúningum í túlkun, að loka þessum holum... og þá má segja að leikmennirnir hafi verið að svindla og hægt að skamma þá fyrir það :)
Björn Leví Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.