Taktísk tilkynning

Einfaldlega sniðin til þess að minnka líkurnar á því að Icesave aðilar skipti sér af IMF láninu... eða allavega minnki kröfurnar. Mjög sniðugt :)

Nú stendur aftur á móti á stjórnvöldum að standa við stóru orðin ef Icesave aðilar komi með einhverjar kröfur, neita láninu á þeim forsendum að lántakan með utanaðkomandi skilyrðum vegna einkafyrirtækis sé ekki til hags Íslands sem þjóðar.

Viðbót: Áhugavert að Geir segir "íslenska ríkið ætlar ekki að borga skuldir þessara einkaaðila" ... sem er einmitt sú staðhæfing Davíðs sem kom svo illa út í Bretlandi. ... Styð hann fullkomlega í því auðvitað :)


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ekki að skilja þetta með að ríkið skuldi ekkert. Það er sama klisjan og DO kom með en ég sé ekki hvernig hún stenst.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ríkið tryggir um það bil 3 milljónir af hverjum sparifjárreikning í gegnum tryggingarsjóð sem er uppfærður einu sinni á ári (um áramót) miðað við sparifé síðasta árs... ef allt fer til fjandans þá er fólki greitt úr þessum tryggingarsjóði allt að 3 milljónir.

Þegar þessi tryggingarsjóður er uppurinn þá ber ríkinu engin lagaleg skylda til þess að borga meira, ber bara ábyrgð á að hafa þessa ákveðnu upphæð í tryggingarsjóðnum.

Af því að Icesave dótið var útibú frá íslenskum banka þá er það íslenski tryggingarsjóðurinn sem á að dekka það sparifé sem var í því útibúi... en af því að meðaltal sparifés var miklu hærra en 3 milljónir þá getur ríkið ekki greitt svo mikið af heildarsparifé Icesave, sérstaklega vegna þess að það var ekki búið að uppfæra tryggingarsjóð miðað við Icesave yfirleitt.

Þess vegna, varðandi Icesave þá skuldar ríkið ekkert... en um það stendur deilan. Hvort íslenska ríkinu ber lagaleg skylda umfram það sem er sagt um þennan tryggingarsjóð sparifés.

Björn Leví Gunnarsson, 7.11.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vissi þetta svo sem, en ég skil ekki af hverju þetta er þá svona mikið mál. Ef þetta eru viðurkenndar reglur, er bara allt í fínu máli. Kannski er maður bara orðinn þreyttur á þessu máli.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Bretar og Hollendingar eru auðvitað ekki sáttir við að tapa svona miklum pening. Mikið af þessum pening sem var inn á Icesave var peningur frá sveitarfélögum og svoleiðis, þau öfl í Bretlandi sem hafa einna mest áhrif á stjórnvöld. Má alveg færa rök fyrir því að tryggingarlögin séu ósanngjörn ... en hverjum finnst tryggingar ekki alltaf vera að svindla einhvern vegin?

Björn Leví Gunnarsson, 8.11.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband