10.10.2008 | 20:20
Ósiðlegt og ólögmætt
Margt sem hefur verið gert undanfarin ár má telja ósiðlegt og ólögmætt. Að taka út lán á fasteign sem þú átt ekki er ósiðlegt og ólöglegt. Að nota almannafé til þess að byggja hús sem er ekki í almenningseigu er það líka.
Lítið barn, uppnefnt og haft að háði. Ósiðlegt já, ólöglegt?
Að fara eftir lögum og reglum til þess að græða nokkrum krónum meira en nágranni þinn?
Að keyra yfir hámarkshraða á miklubraut eða fram hjá grunnskóla?
Er það ósiðlegt og ólöglegt að eigna sjálfum sér gerðir annara? Höfundalög benda til þess að svo sé. Hvað þá með að eigna öðrum eigin gerðir? Slík hógværð er lofsamleg ef um góðverk er að ræða en síður svo ef illvirki er eignað saklausum.
Án þess að vita hverjir eru sekir eða saklausir í atburðum undanfarinna daga þá er óhætt að segja að sektin, meðvituð eða ómeðvituð, er ansi há. Við eignum hlutum og gerðum siðferði og lögmæti eftir bestu getu. Við setjum lög sem, ef farið er eftir, eru að því að við höldum siðleg.
Við fylgjum siðum og við búumst við því að það sé löglegt.
Bretar töldu sig þurfa að bregðast við ákveðnum vanda, þeir fundu til þess lög sem svo óheppilega bera yfirskriftina hryðjuverkalög. Ef lögin hefðu verið sett án þeirrar yfirskriftar, þau hefðu haft yfirskriftina neyðarlög hefðu þeir þá verið siðlegri í aðgerðum sínum? Hefði fólk ekki skilið að neyðarástand það sem olli því að lögin væru bætt væri í samræmi við aðgerðir?
Það er svo sem aðeins eitt sem ég hef áhyggjur af því að sé ósiðlegt og ólöglegt og ekkert hefur verið gert í. Stríðsyfirlýsing Íslands fyrir nokkrum árum síðan. Ef það sama gerist með atburði undanfarinna daga og hefur gerst (eða ekki gerst) með stríðsyfirlýsinguna þá kem ég til með að hafa áhyggjur.
Guðni Ágústsson: Kærum Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bresk stjórnvöld stimpluðu bankana á Íslandi sem einhvers konar hryðujuverkastarfsemi. Nú í dag virðast margir Bretar líta Íslendinga hornauga. Vegna ummæla tveggja mjög háttsettra aðila innan breskra stjórnvalda þá hafa hörkur Íslendingra orðið verri en ellegar hefðu geta orðið.
Ég vil endilega kæra bresk stjórnvöld. Tökum niður gamalt stórveldi með því að taka þá í réttarhöld og beinum augum almennings að því - burt frá vandamálinu sem allar þjóðir standa fyrir nú í dag
Bankarnir lögðu í víking. Nú er tími fyrir einstaklingana að gera hið sama.
Spekingur (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:49
Kæra þá með hvaða markmið í huga?
Ég myndi segja "skynsemi" og fá heiminn til þess að endurskoða hvernig "merkingar" eru settar á lög, reglur og siðferði. Þú einfaldlega merkir ekki lög "hryðjuverkalög" nema þú ætlir að koma þeim skilaboðum á framfæri að þegar þú beytir þeim þá sértu að merkja þann sem beittur er þeim lögum "hryðjuverka" - eitthvað.
Ef það verður almennur skilningur þá er eftir það hægt að kæra þá fyrir að merkja okkur sem hryðjuverkaþjóð eða Landsbankann sem hryðjuverkabanka en ekki fyrr.
Björn Leví Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.