Verri refsing en að svíkja traust almennings

... magnað eiginlega.

Hvernig er þetta öðruvísi en upptaka efnis úr sjónvarpinu eða útvarpinu? Rökin hafa hingað til verið að áður þá var ekki hægt að gera fullkomið afrit af frumritinu ... en það er hægt þegar gögnin eru orðin stafræn.

Það er einfaldlega rugl að vera að eltast við einstaka neytendur ólöglegs efnis. Helsta vandamálið er SALA ólöglegs efnis ... Um leið og einhver er búinn að kaupa ólöglegt eintak, af hverju ætti hann að leggja það á sig að kaupa löglegu útgáfuna? Tala nú ekki um verðin sem eru yfirleitt á þessu.

Svo má líka fjalla aðeins um þetta úreldra kerfis drasl ... hérna í US býr maður við netflix og Hulu og hvaðeina sem gerir það einfaldlega að verkum að maður þarf ekkert að DL neinu, þetta er allt svo til frítt hvort eð er. Það væri nú að fólk einbeitti sér aðeins að nýta þessa nýju tækni sem er búin að gersamlega rústa bransanum eins og hann var og búa til eitthvað nýtt sem passar inn í nútíma samfélag.

Tónlistamenn til dæmis eru margir hverjir búnir að átta sig á þessu. Þeir fá ekkert fyrir tónlistina sína frá útgefendunum, þeir græða á tónleikum. Líta í raun bara á útgáfu tónlistar á geisladiskum sem kynningarstarfsemi til þess að vekja athygli á tónleikunum. Ólöglegt niðurhal er þannig fræðilega að skaða útgefendurna (illa milliliðinn) ... "ó nei!"

Merkilegt nokk þá hafa nokkrar rannsóknir sýnt að "frí" dreifing efnis eykur frekar sölu en minnkar. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að heildarfjármagn sem fólk eyðir í tónlist, bíómyndir og leiki hefur haldist svipað ... dreifing þess fjármagns á milli þessara liða hefur bara breyst. Leikir sjúga nú upp miklu stærri hluta af kökunni en áður á kostnað tónlistar og bíómynda. Þessi nýja skipting á því fjármagni sem neytendur eyða útskýrir allt að 100% "tap" útgáfufyrirtækjanna á undanförnum árum.

Takmörkun niðurhals og lög til þess að sekta fólk um 55 (FIMMTÍU OG FIMM) MILLJÓNIR króna fyrir að kannski ná í eina bíómynd ... eru því nútíma nornaveiðar.

... djöfull langar mig til þess að blóta svona heimsku, sleppi því þó í þetta skipti.


mbl.is Ströng lög gegn ólöglegu niðurhali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mikið rétt. Munurinn á niðurhali til einkanota og tildreifingar í auðgunarskyni er gríðarlegur. Eitt með prinsippið um aukna sölu er að þetta gildir sérstaklega um gott eða vinsælt efni.

Hin hliðin eru allir þessir CD og LP sem maður hefur keypt á æfinni, sem maður setti á spilarann bara til að skilja að peningnum var eytt í enn eitt draslið. Ekki er hægt að skila ruslinu aftur í niðurhalsvefsíðuna. Og það getur kostað þig heila evru per lag. 

Ólafur Þórðarson, 23.9.2009 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband