20.5.2009 | 02:49
Tröll á þingi
Ísland á margar tröllasögur. Ég bjó nálægt einni í mörg ár á Grundarfirði, en þar upp í Helgrindunum er steingerð tröllskessa með feng sinn í poka á bakinu.
Þessa dagana sé ég helst tröll á internetinu og núna nýlega áttaði ég mig á því að starfshættir stjórnarandstöðunnar (... nú sem og áður) er að "tröllast".
Sögnin að tröllast (e. trolling) á við einstakling sem leggur efni til málanna sem hefur þann tilgang að hefja rifrildi. Málflutningurinn getur annað hvort viljandi verið á þann máta eða algerlega óviljandi (slæmur vani sem tröllið heldur að sé fullkomlega eðlilegt).
Ég hafði ekki áttað mig á þessari samlíkingu málflutnings stjórnarandstöðunnar við þetta þekkta internetfyrirbrigði fyrr en núna mjög nýlega. Líklega vegna stjórnarskiptanna, áður var blaðrið í stjórnarandstöðunni bara það... sama gamla vælið. En núna þegar nýja stjórnarandstaðan er farin að gera nákvæmlega það sama ... þá áttaði ég mig á því, þeir eru að tröllast.
Finnum nokkur dæmi:
Á síðu Björns Bjarna má finna: "Þegar ég hlustaði á ræður þingmanna um stefnuræðu forsætisráðherra (stefnuræðan geymdi ekkert nýtt)"
... hver er tilgangur þessarar svigaglósu? Tvennt kemur hérna fram, annars vegar þá er auðvitað búið að tala um öll þessi mál sem rætt var um í stefnuræðunni áður ... meðan hún var í mótun. Að sjálfsögðu er ekkert nýtt. Hins vegar þá er allt sem er í stefnuræðunni nýtt, þessi stefna hefur aldrei verið tekin áður ... og þó við höfum heyrt talað um öll þessi mál áður þá eru þau sem STEFNA... glæný.
Á: http://eyjan.is/blog/2009/05/19/fyrsta-mal-a-dagskra-althingis-stofnun-eignaumsyslufelags-rikisins/ er sagt
"Stofnun eignahaldsfélagsins sætir talsverðri gagnrýni, m.a. Samtaka atvinnulífsins og bankanna. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rakti gagnrýnina og sagði fyrirkomulagið bjóða heim hættunni á spillingu og nefndi hugmyndina um að stofna sérstakan banka til að fara með málefni viðkomandi fyrirtækja."
... bíddu, erum við ekki að koma okkur ÚR spillingu í bönkum?
... og svo framvegis.
Smá um tröllin og aðferðirnar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Internet_troll
Kínverska skilgreiningin er sérstaklega skemmtileg "fólk sem er illgjarnt og erfitt að líka við" (e. mean or hard to get along with)
Að mata tröllin (e. feeding the trolls) eru öll svör sem detta í gildruna (verða beitunni að bráð). Í því samhengi væru fjölmiðlar því tröllin sem bíta á og mata þannig málflutning að þessu tagi
Nú er búið að afnema bindisskylduna... spurning um að hrista aðeins upp í fjölmiðlum að læra hvað er tröll og hvað ekki...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.