21.1.2009 | 16:16
Aðferir mótmælenda
Friðsamleg mótmæli Ghandi virkuðu vegna þess að Bretar mættu mótmælendum með ofbeldi.
Martin Luther King Jr. mætti fordómum með rökum.
Upplýsingin var mismunandi í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum vegna þess að hugmyndinni var tekið á mismunandi hátt af stjórnvöldum.
Íslensk stjórnvöld beita aðferð sem miðast að því að láta eins og mótmælendur séu ekki til, stóla á gleymsku. Aðferðir mótmælenda verða því að taka tillit til þess.
Við megum ekki gleyma! Við megum ekki hætta! Mótmælendur þurfa stöðugt að minna á að þeir eru þarna og munu ekki gleyma.
Ég er sjálfur óheppilega langt í burtu (argh!) ... en langar til þess að skjóta nokkrum hugmyndum að fólki sem getur kannski komið þeim á framfæri.
- Upptökur af "merkilegum" setningum ráðamanna ... safnið þeim saman og spilið hátt og snjallt á sem flestum stöðum. Mæta kannski með bifreið sem búin er góðum hljómflutningstækjum og spila fyrir framan mikilvægar staðsetningar.
- Myndir af fólki með setningarnar þeirra hér og þar um borg og býli.
- youtube myndbönd af viðtölum sem ... sýna mistökin. Dreifið þeim til vina og kunningja á fésbók (95% íslendinga á milli 20 - 30 eru á fésbók).
... hljóð og mynd! Stöðug áminning.
Mótmælt við þinghúsið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
líst vel á þetta
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.