Löggjafavald vs framkvæmdavald

Hvort er það löggjafavaldi, framkvæmdavaldi eða hvoru tveggja að kenna?

Er fólk að mótmæla fyrir utan stofnun löggjafavaldsins til þess að hrekja þingmenn á brott eða er það til þess að fá þingmenn til þess að reka framkvæmdavaldið burt?

"skrítið að alþingismönnum hafi allt að því verið haldið í herkví inni í þinghúsinu" ...

- Lög um ráðherraábyrgð

- (Stjórnarskrá íslenska lýðveldissins) 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Það má vel færa fram þau rök að alþingismenn séu kjörnir til fjögurra ára nema forsætisráðherra rjúfi þing. Öðru máli gegnir hins vegar um ráðherra.

Hér er því tvennt sem fólk vill koma á framfæri:

- Forsætisráðherra rjúfi þing (honum hefur verið framselt það vald frá forseta lýðveldisins).

- Alþingi dragi ráðherra til ábyrgðar.

Nei, það er því ekkert skrítið við að alþingismönnum ásamt forsætisráðherra sé haldið í herkví.

 


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að það ætti að vera kosið til helmings Alþingis á tveggja ára fresti. Og ráðherrar ættu alltaf að segja af sér þingmennsku á meðan þeir eru í ráðherraembætti. Það verður að vera aðskilnaður. Annars er ekkert aðhald, framkvæmendur laganna semja þau sjálfir. Óbreyttir þingmenn hafa varla neitt um það að segja hvað stendur í lögum.

Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það er enginn aðskilnaður svo lengi sem þingmenn og ráðherrar eru saman á lista.

Björn Leví Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

... þá á ég við þann lista þar sem við setjum X í kosningum.

Björn Leví Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband