Landafræði og pólitík

Eins og Obama nefnir í ræðu sinni þá eru Bandaríkin það land í heiminum þar sem fólk hefur komið úr flestum áttum. Þess vegna segir hann að BNA séu svona vel til þess fallin að vera í fararbroddi þjóða í heiminum.

Aðeins að öðru fyrst.

Úr frétt MBL: "Þá sagði hann að hryðjuverkamenn í heiminum muni lúta í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum. "

Obama segir: "Með gömlum vinum og fyrrum fjendum ... ". Það má svo sem deila um hvað "we" innifelur eftir að hann bætir þessari setningu við ræðuna en miðað við boðskapinn þá á hann ekki eingöngu við BNA.

BNA eru jú vel til þess fallin að vera í fararbroddi þjóða sem mótmæla hryðjuverkum og stuðla að lýðræði og jafnrétti (BNA útgáfunni af því). BNA er lang stæsta vestræna þjóðin með um þriðjungi fleira íbúa en Þýskaland sem er næst stæst og margfalt stærri að flatarmáli. Allar þjóðir eiga bandaríska ættingja.

BNA á samt við sama vandamál að stríða eins og Ísland. Ekki fjármálakreppuna, heldur lygina. Í BNA þá hefur þú frelsi til þess að láta ljúga að þér. Það er þitt að gera upp um á milli hvaða lygi þú kýst... Stundum er lygin þögn og stundum er lygin svo ber að kynlífsfíkill fengi áfall.

Obama hins vegar hefur náð því að verða tákn um breytingar. Orð hans:
"Obama segir að nú sé runninn upp tími ábyrgðar. Allir Bandaríkjamenn verði að viðurkenna að þeir hafi skyldum að gegna gagnvart sjálfum sér, þjóðinni og umheiminum. Skyldur sem Bandaríkjanmenn eigi að vera reiðbúnir að axla fúslega."
Bera þess merki að annað hvort sé hann tilbúinn til þess að hætta að ljúga og gerbylta sýn okkar á heiminn eða að hann er einfaldlega bara að nýta sér að fólk vill hætta að láta ljúga að sér.

Ég trúi því að hann vilji hætta að ljúga en hvort hann geti það er annað mál. Ég skora á íslenska ráðamenn að hætta að ljúga, hætta að þegja. Standið upp og hagið ykkur eins og fólk.


mbl.is Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

úff, leiðinda athugasemd farðu og hresstu þig við ;)

Ég meina, ég hef ekkert á móti gagnrýni... en það er til léleg gagnrýni og góð gagnrýni (kallast uppbyggileg gagnrýni).

Þannig að ef þú hefur ekkert gáfulegt að segja þá er betra að sleppa því bara (sem sagt Sigurður, þú ættir að benda mér á hvað það var sem ég sagði sem var ógáfulegt og útskýra af hverju þannig að ég geri ekki sömu mistök aftur).

Björn Leví Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband