16.1.2009 | 15:06
Davíd and Goliath
Staðfesti hvorki né sögulegt gildi þessarar kvikmyndar: http://www.imdb.com/title/tt0089420/
En sagan sem er sögð þarna er mjög áhugaverð og fær mann til þess að hugsa hvort Ísraelar hafi ávallt haft sama markmið og guð tilskipaði Davíð og Saul á undan honum.
Vilja útrýma Palestínumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vilja ekki margir Arabar útrýma Ísraelum?
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:16
Jón Garðar: Jú, það er rétt. Hinsvegar eru Arabar ekki að útrýma Ísraelsmönnum. Ísraelsmenn eru að útrýma Palestínumönnum, þar liggur munurinn. Við myndum mótmæla alveg jafn mikið ef Arabar væru að gera Ísraelsmönnum það sem Ísraelsmenn eru að gera Palestínumönnum, þeir hafa bara ekki gert það síðan 1967.
Og þegar það kemur að lífi saklauss fólks, þá þýða engin "þeir byrjuðu" rök. Sá sem drepur meira af saklausu fólki er vondi kallinn.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:24
Björn: Það er ekkert mál að finna fólk í Ísrael sem segist eiga þetta land beinlínis og bókstaflega vegna þess að Guð gaf þeim þetta land. Flestir landnemar á palestínsku svæðunum finnst það vera í rétti af nákvæmlega þeirri ástæðu.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:25
Davíð og Golíat????
Það var svo sannarlega Davíð og Golíat þegar Arabaríkin með sínar 100 milljónir íbúa og hundruðfalt vopnabúr í samanburði við Ísrael ætluðu að "keyra þá í sjóinn"
En það fór á annan veg -
Þannig að er átökin núna eru líka Davíð og Golíat og Palestínumenn í hlutverki Davíðs - þá geta þeir verið ánægðir - það er alltaf Davíð sem vinnur.
Ólafur I Hrólfsson
ps - þá er systir talsmanns Múslima á Íslandi líka orðin talsmaður.
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:37
"Sá sem drepur meira af saklausu fólki er vondi kallinn."
Vondi kallinn er sá sem viljandi drepur einn saklausan einstakling.
Matthías (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:18
Ef krakkar eru að rífast um leikfang þá fjarlægir maður leikfangið ... vildi óska að það væri hægt að leysa þetta mál þannig bara.
Báðir aðilar bera ábyrgð í þessum átökum auðvitað... en "stærri" aðilinn er sá eini sem getur tekið "moral high ground" ...
Björn Leví Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.