Hvað þarf margar undirskriftir?

Ég sit hérna í US og horfi á borgarafundinn, öskrandi í huga mér að einhver spyrji hversu margar undirskriftir það þurfi til þess að ráðamenn trúi því sem almenningur er að segja.

Ég var bænheyrður af einum áhorfanda \o/ ... en það svaraði enginn spurningunni.

Ég ítreka því spurninguna og vil fá svar takk.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég heyrði fólk kalla spurninguna aftur úr sal eftir að fundurinn var búinn og mér heyrðist Ingibjörg svara einhverju, en heyrði ekki hverju. Einhver sem gæti upplýst þetta?

Björn Leví Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Bara Steini

Þessu vill eg lika fa svör við og fór þetta mjög i minar taugar.

Bara Steini, 24.11.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég skrifa nú ekki undir hvað sem er en ég skelli undirskrift minni á kosningabeiðni ... hef útskýrt áður af hverju.

Björn Leví Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þó ótrúlegt megi virðast eru engin ákvæði um þetta í stjórnarskránni. Ég tók einmitt eftir þessari spurningu og beið eftir svari.
Þá var ráðið að pæla bara í gegnum stjórnarskrána sjálfur og þetta er ekki þar. Tíðkast þó í mörgum öðrum löndum. Það er bara ákvæði um þjóðaratkvæði ef forseti er leystur undan störfum, eða ef hann neita að undirrita samþykkt lög og ef gerð er breyting á kirkjuskipan. Annað ekki.

Ég fór líka í gegnum lögin um Alþingiskosningar og þar er aldrei minnst á þjóðaratkvæði.

Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Forsetinn er það ákvæði í raun. Forseti hefur vald til þess að rjúfa þing og boða til kosninga þannig að ef nægilegur stuðningur fæst í til dæmis undirskriftasöfnun sem send er til forsetans þá ætti hann að geta boðað til kosninga fyrir hönd þjóðarinnar.

Kjörskrá 2007 leit svona út:

Allt landið221368 110399 110969 3514
Norðvesturkjördæmi21126 10886 10240 2347
Norðausturkjördæmi27888 14152 13736 2789
Suðurkjördæmi30597 15690 14907 3060
Suðvesturkjördæmi54584 26991 27593 4549
Reykjavíkurkjördæmi norður43775 21445 22330 3980
Reykjavíkurkjördæmi suður43398 21235 22163 3945

 Miðað við 90% hlutfall kjósenda (sem er mjög hátt) þá mætti segja að alger vilji þjóðarinnar sé 200 þúsund atkvæði. 100 þúsund atkvæði þýðir þá meirihluti og samt "vilji þjóðarinnar" og sá sem heldur á slíkum undirskriftalista getur talist vera að talsmaður þjóðarinnar í því málefni.

Það er hins vegar gríðarlegt fyrirtæki að setja upp uppskriftasöfnun sem nær sömu dreifingu og kosningar svo ég tali nú ekki um 90% kjörhlutfall.

Það væri hins vegar áhugavert setja upp núna næstu helgi (stuttur fyrirvari já) undirskriftasöfnun bæði á netinu og út um allt land. Útkoma yrði síðan kynnt 1. des.

...bara til þess að athuga hversu mörgum undirskriftum er hægt að safna.

Björn Leví Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 01:34

6 identicon

Það gengur ekki upp að safna undirskriftum á netinu því þar getur hver sem er skráð hvern sem er. Vinur minn tilkynnti mér um daginn að hann hefði skráð mig, án míns leyfis á kjosa.is! Ég var nú ekki par ánægð með það!

G (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Thad er haegt ad safna undirskriftum a netinu, en eg atti frekar vid ad folk safnadi UNDIRSKRIFTUM ... ut um allt land

Björn Leví Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband