23.10.2008 | 01:22
Nokkrar athugasemdir.
"... hann teldi ekki rétt að boða til kosninga vegna vantrausts á stjórnvöld ..."
Alveg rétt svo sem. Það er ekkert endilega verið að leggja vantraust á stjórnvöld. Vandamálið er að það er ekki nokkur leið að það eigi eftir að framfylgja stjórnarsáttmálanum né heldur nokkrum atriðum kosningaloforða stjórnmálaflokkana. Flokkarnir eiga því að fá, sem fyrst, tækifæri til þess að endurskoða stefnu sína með tilliti til nýrra, mjög alvarlegra, aðstæðna.
"... ekki ætti að bæta pólitískri kreppu ofan á þá efnahagslegu kreppu sem við eigum þegar við að etja ..."
Það er pólitísk kreppa á Íslandi. Stjórnvöld reka stjórnlaust á milli Breta, Hollendinga, bankanna, seðlabankans, almennings án þess að hafa gefið upp aðgerðaáætlun. Líklega vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvernig á að leysa þetta vandamál. Rússar gefa frá sér tilkynningu að þeir séu mögulega tilbúnir til þess að lána pening og stjórnvöld reyna að grípa gæsina. Þegar þeir átta sig á að þetta var í raun pólitískt herbragð þá dettur þeim í hug IMF... þeir hljóta að vita hvað við þurfum ... eða frændur okkar á norðulöndum ... eða ... eða ...
"... þau bæru heldur ekki ábyrgð á því að bankarnir hafi ekki getað fengið endurfjármögnun ..."
Af hverju í fjandanum þurftu bankarnir endurfjármögnun til að byrja með. Það er ekki hægt að lesa svona "staðhæfingar" án þess að vera með kveikt á gagnrýninni.
Auðvitað berum við mörg ábyrgð og ég ætla ekki að kasta frá mér ábyrgðinni á því að koma okkur í gegnum þeetta vandræðaástand.
Svona eins og Gordon Brown er að gera, ef ykkur tekst að redda einhverju þá ætlist þið til að við þökkum ykkur fyrir það í staðinn fyrir að kenna einhverjum (ykkur) um það.
"... Geir sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að persónugera vandann í þeim þremur mönnum sem nú sitja við stjórn í Seðlabaknanum ..."
Vandamálið er að öll tengsl á milli Geirs og Davíðs eru persónuleg. Þeir þekkjast of vel til þess að Geir geti tekið hlutlausar ákvarðanir varðandi seðlabankann.
Ekki rétt að boða til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já nú reynir á hversu sterkir við sjálfstæðismenn erum sem teljum að Davíð og allt hanns pakk þurfi að drýfa sig úr bankanum. Kanski komin tími til að skipta um flokk?
Jón (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:29
Hef aldrei skilið þessa kreddu að þurfa að vera merktur fram og til baka sem "sjálfstæðismaður" eða "vinstri-grænn" blah blah.
Ef maður gerir það þá er maður oft of blindur til þess að sjá hvað "okkar menn" eru að gera rangt.
Stjórnmál og skoðanir breytast dag frá degi eftir aðstæðum og almenningur gerir það líka. Ef þetta er satt hver er þá ástæðan fyrir því að festa sig við breytilegar ákvarðanir annara? Það eru ekki margir sem ég treysti fyrir að taka stöðugt réttar ákvarðanir og því síður hef ég treyst stjórnmálaflokkunum til þess að fara eftir því sem þeir lofa eftir kosningar.
Ég sé kosningaloforð sem samning á milli stjórnmálaflokks og kjósenda hans. Ef upp kemur mál sem er ekki listað í kosningasamningnum þá á flokkurinn að leita til kjósenda sinna um hvaða stefnu eigi að taka.
Björn Leví Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 01:38
Nánar tiltekið ... þá eiga stjórnmálaflokkar að vera kjósendabundnir en kjósendur ekki stjórnmálaflokksbundnir.
Björn Leví Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 01:39
goðir punktar
Johann Trast Palmason, 23.10.2008 kl. 01:42
Mikið er ég sammála þér varðandi það að flokkarnir ættu að vera kjósendabundnir.
Hinsvegar finnst mér ágætt hvað menn eru reiðir út í Davíð. Hann er jú forsvari fyrir bankastjórn seðlabankans og peningastefna bankans virðist ekki hafa verið rétt.
En maðurinn þó hann sé lögfræðingur stjórnaði landinu ansi lengi og var bankastjóri þar á undan svo það er ekki hægt að neita því að hann hefur talsverða reynslu í þessum GEIRa. Einnig mætti benda á að seðlabankinn heyrir einmitt undir ákveðinn ráðherra, mætti þá ekki segja að þessi ónefndi ráðherra (hint) sé alveg jafn sekur og Davíð þegar við tölum um peningastefnuna.
Hvað með fjármálaeftirlitið? Hvað með hina bankastjóranna í seðlabankanum?
Þú spyrð (kannski bara til þess að benda á heimskuna í því) af hverju bankarnir hafi þurft að endurfjármagna sig, auðvitað er svarið að þeir eru á gríðarlegum langtímalánum og þurfa/þurftu skammtímalán til þess að borga upp langtímalaning. Þegar þrengir að í ammríku þá þornar sú skammtímalánslind upp og okkar menn súpa kveljur. í kjölfarið á því má svo spá og spekúlera hversvegna þeir hafi farið svona frammúr sjálfum sér í þessum lánum...
Ég held líka að það að kjósa í alþingiskosningum núna myndi einfaldlega verða til þess að það næðist ekkert samkomulag og við rækjum þá fyrst algjörlega stjórnlaust með engan við stýrið.
Annars hef ég líka gaman að því hvað allir verða miklir kommúnistar á þessum erfiðu tímum.
Ég held ennfremur að ég væri best til þess kosinn að stjórna landinu.
Björn ekkileví (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:20
Eins og er þá lítur þetta bara út fyrir að núverandi stjórnvöld og stjórnendur bankanna hafi séu bara að fá tíma til þess að reyna að spila sig úr þeim vandræðum sem þeir komu sér í. Ekki svo viss um að þeir eigi skilið það tækifæri að reyna að bjarga því sem bjargað verður ... og þó þeim takist það þá eiga þeir alls ekki skilið að fá hrós fyrir.
Björn Leví Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.