22.10.2008 | 01:29
Ég skil ekki...
Ég verð bara að átta mig á að ég skil ekki hvað er í gangi. Bretar (og Hollendingar) leggja sparifé sitt inn á útibú íslenskra banka erlendis og sú innistæða er ríkistryggð. Eftir því sem ég best veit þá var ákveðið hámark á þessari tryggingu sem stjórnvöld í flestum löndum ákvað að hækka í kjölfar bankakreppunar.
Það sem ég skil ekki er af hverju er ekki fylgst með ábyrgðinni? Ef sparifé er sjálfkrafa tryggt þá vill væntanlega samt einhver fylgjast með því að ríkið eigi fyrir tryggingunni ef svo kemur til að grípa þurfi til hennar. Hver er það sem skoðar þetta?
Annað sem ég skil ekki er hvernig Bretar geta í raun þvingað okkur til þess að taka þetta risastóra lán. Það má í raun kalla þetta efnahagslega yfirtöku á Íslandi. Það eitt veit ég að ég fékk hvergi að kvitta fyrir að ég og mínir skattpeningar ætluðu að bera ábyrgð á sparifé í Bretlandi. Ég skal svo sem sætta mig við að sjálfkrafa trygging sé á sparifé og ef Ísland leggst í víking líkt og bankarnir hafa gert þá hef ég ekkert við það að athuga. Vandamálið er að það virðist ekki hafa verið fylgst með því að við gætum staðið undir ábyrgðinni.
Ég segi að sá sem ber ábyrgðina á þessu sé sá sem taki lánið og sá sem borgi það, ekki almenningur með stattpeningunum. Ef íslenskt skattfé á að greiða lánin (Hollenska líka... fleiri?) þá þýðir það vinnuþrælkun næstu áratugina.
ath. 600 milljarða lán er þýðir að við borgum miklu meira en 600 milljarða til baka. 10% vextir þýðir 60 milljarðar á ári aukalega ... og ef þjóðarframleiðslan er 14 milljarðar þá höfum við bara efni á 2,3% vöxtum. Það sér hver heilvita maður að það er ekki séns að Ísland hefur ekki efni á að borga svona lán.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðarframleiðslan er nú um 14 milljarðar $ en ekki krónur, svo dæmið lítur nú ekki alveg jafn illa út og þú setur það upp en engu að síður á auðvitað síst af öllu að ganga að þessari vitleysu!
14 milljarðar íslenskar myndi þýða þjóðarframleiðslu upp á tæpan 47 þúsund kall á mann =Þ Erum nú sem betur fer ekki svo snipp og snauð =)
En svo kemur reyndar aftur á móti að verið er að tala um annað eins lán annars staðar frá svo við gætum verið að tala um 120 milljarða í vexti auk þess sem ætlað er að þjóðarframleiðslan dragist saman um uþb 10% svo við erum að tala um rúmlega 10% af þjóðarframleiðslunni í vexti (sé miðað við 10% vexti en ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvað eru eðlilegir vextir á slíkum lánum)
Sigur!, 22.10.2008 kl. 01:41
heh, jæja :D ... það ruglar mann fram og til baka að það er verið að skipta um gjaldmiðil ... lánið er semsagt í íslenskum krónum (hélt að það væri ekki sniðgt að reikna í þeim þessa dagana).
Björn Leví Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 02:15
Ligg hérna andvaka svo ég kafaði aðeins dýpra í þetta og vextir á útistandandi erlendum lánum ríkissjóðs eru víst ekki nema um 4% (skv mínum útreikningum á tölum sem ég skildi minna en ekkert í), en við höfum reyndar lækkað mjög í lánshæfni síðan þá.
Svona lán myndi þá setja ríkissjóð í 100% skuld í erlendum lánum (miðað við GDP) í viðbót við þau tæpu 5% sem við erum í í dag. En fyrir 10 árum vorum við í um 20%.
Þess má þó til gamans geta að skv wikipedia eru erlendar skuldir Monaco nálægt 1500% af vergri landsframleiðslu og skuldir Írlands nálægt 1000% svo maður myndi ætla að við gætum lifað við 105% (Þó svo vonir mínar standi ennþá til að þessi tala verði aldrei hærri en um 50%)
Sigur!, 22.10.2008 kl. 05:39
Það sem ég fatta ekki er hvers vegna eigum VIÐ að borga þetta meðan að þeir sem að stóðu að bak við þessa útrás, sérstaklega Björg-úfarnir með sína Icesave, komast burt stikk frí. Fjandinn, Seðlabankinn er meira að segja að lána annan banka þeirra, Straum! Ég neita að greiða fyrir þessi lán meðan að ÞEIR SEM AÐ TÓKU ÞESSI LÁN LIFA SÆLU LÍFI Í ÚTLÖNDUM!
Markús (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:41
Heir heir Markús.
Ef við sækjum þessa menn ekki til saka og rekum allt helvítis batteríið sem bar ábyrgð á þessu þá verður allt brjálað.
Auðvitað á svo að lögsækja Breta og fá þessa peninga til baka.
En að taka lán frá Bretum er eins og að bjóða nauðgara í heimsókn.
Heir heir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:35
Var ekki straumur eða eitthvað annað fyrirtæki þeirra Björgúlfa að bjóðast til þess að kaupa Landsbankann? ... þennan sem þeir "áttu" áður ...
Hvers konar hræsni er það eiginlega, ekki nóg að hlæja að þeim sem liggur í götunni.. best að hrækja á hann líka?
Björn Leví Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.