Eru Íslendingar þekktir fyrir kaldhæðni eða bara fyrir að vera ekki kalt?

Svo virðist sem lítið hafi breyst á undanförnum árum í íslenskum stjórnmálum. Davíðsáhrifin eru greinilega enn að þvælast fyrir landanum. Fólki er veitt uppreisn æru eftir hentisemi og sannleiknum er hægrætt í þjónustu annara en almennings.

Sá sem síðast stóð í hári Davíðs er núverandi forseti okkar og umfjöllunarefnið var fjölmiðlafrumvarpið. Það er dæmigert að ástæðan fyrir því að frumvarp til þess að gera fjölmiðla óháðari var að ákveðnir fjölmiðlar voru of óháðir þeim sem fluttu frumvarpið.

Hvað kemur þetta kaldhæðni við? Úr stjórnarskránni:

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Allt er breytt, stjórnmálamenn þurfa umboð almennings á ný því öll þau mál sem barist var fyrir í síðustu kosningum eru nú úreld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband