Hvað eru til margar krónur...

... og fyrir hvað standa þær?

Ef ég ætti allar krónur sem til eru þá myndi ég búast við því að geta keypt allt sem telst íslenskt og er falt fyrir fé.

75% verðbólga þýðir að verðlagning alls sem er íslenskt hækkar, allt í einu duga allar krónurnar sem ég á ekki til þess að kaupa allt íslenskt. Samt á ég allar þær krónur sem til eru.

Einhversstaðar hljóta þessar aukakrónur að vera? Var ekki landsbankinn með "aukakrónur"?

Önnur skilgreining á verðbólgu er að ef ég á allar íslenskar krónur þá get ég keypt allt íslenskt og á afgang. Verðbólga er þannig einungis tæki til þess að auka verðmæti alls sem íslenskt er þannig að hægt sé að kaupa það fyrir allar íslenskar krónur án þess að eiga afgang.

Lausnin er því einföld, þar sem ég á allar krónur í heiminum þá hendi ég bara helmingnum og verðbólgan hættir. Gettu hverjir það eru sem eiga krónur sem eru verðlausar? Látum þá einfaldlega henda krónunum sínum þannig að þeir sem eiga ekki svo margar krónur þurfi ekki að borga meira fyrir allt sem þeir þurfa.


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Ingi Ólason

þetta er lveg rétt hjá þér ef bara ríkistjórnin kynni að reka hagerfi þar sem kronum væri komið inn i hagkerfið sem verðmæti en ekki skuldum. hitt erannað að ef að við myndum "henda" helming kronunnar þá verður krónan áfram verðlítil þar sem engir erlindir aðilar eru til i að kaupa svona verðlaus bref þannig að eftirspurnin gagnvart gjaldeyri yrði litlu meiri. en það sem gerir dæmið virkilega flokið er að allir bankar geta buið til nyjar kronur í formi lána svo nemur að egiðfé sé ekki minna en 8% en ekki 11 þökk sé davið. (lestu bloggið mitt ef þú vilt nánari skýringu.)

Aron Ingi Ólason, 17.10.2008 kl. 02:11

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Áhrif þess að henda krónum þeirra sem eiga hvort eð er ekki neitt (nema skuldir sem verið er að henda yfir á almenning) eru að gera allar hinar krónurnar verðmætari.

Auðvitað slatti mikil einföldun og aðgerð sem virkar ekkert í þeim fjármálahugsanahætti sem hefur verið ríkjandi. Áhrifin eru hins vegar sú að ef helmingi krónanna er hent þá getur þú allt í einu keypt helmingi meira fyrir þær krónur sem þú átt.

Ekki það að erlendir aðilar myndu verða endilega áhugasamari um að kaupa krónur, áhugi þeirra byggist á þeim vexti sem þeir sjá að verður á fjárfestingu þeirra og eina leiðin til þess að auka þann áhuga er að auka framleiðslu á verðmætum (vörum, þjónustu eða hugviti).

Björn Leví Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband