Fjandans trúnaðarstig

Ein af ástæðum þess að allt er að fara til fjandans er vegna þess að fólk fær ekki að vita hvað er í gangi. Hvort sem gengur vel eða illa þá eru kringumstæður sífellt huldar sjónum almennings, í tilviki þess að allt gangi vel er það vegna græðgi (græðum á þessu áður en aðrir komast að því) og þegar allt gengur illa þá er það vegna hræðslu (reddum þessu áður en einhver kemst að því að allt er komið í tjón).

Mér þætti gaman að vita til dæmis hvort það hefði verið tekin meðvituð ákvörðun um að pumpa upp húsnæðisverð hér um árið. Það er að segja hvort fólk gerði sér grein fyrir því að 90% lánin og innkoma bankana í húsnæðiskerfið hefðu þau áhrif að íbúðaverð hækkaði?

Ég verð að vera á þeirri skoðun að þeir sem tóku þessa stefnu hafi vitað það vegna þess að þetta hefur verið gert áður annarsstaðar í heiminum, Ísland var sko ekki fyrst (er það nokkurn vegin aldrei).

Ég verð bara að vera sammála Jónínu Ben að það eigi að hoppa inn og frysta eignir þessara græðgisgæðinga. Hvers vegna? Þegar skriður komst á þessi mál þá jukust lán um heilan helling. Lán er talið til eigna og þannig vex verðmæti þess sem á þá eign. Ákveðnum einstaklingum er launað fyrir að búa til svona mikinn pening (úr í raun engu af því að það er ekki búið að raungera lánið) og er greiddur gríðarlegur arður eða bónus af þeim pening sem er til (ekki þeim hluta sem var búinn til vegna lánanna því sá peningur hefur ekki enn verið búinn til af framleiðslu þess sem tók lánið). Þegar lánabólan springur síðan þá hugsar maður auðvitað... úbbs, við borguðum bónusa fyrir eitthvað sem við héldum að yrði til en varð svo bara plat.

Hættum að láta plata okkur, segið okkur hvað er í gangi... hættið þessu helvítis "trúnaðarmál". Við gáfum ykkur ekki atkvæðin okkar til þess að þið gætuð verið að ljúga að okkur. Ef þið haldið að það sé hægt að tala efnahaginn niður þá er það ykkur að kenna að hafa bara ekki sagt frá því strax til þess að koma í veg fyrir að hann yxi yfir það sem hann er í raun og veru.


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hammurabi

Fyrir utan síðustu efnisgreinina þá gæti ég ekki skrifað meira undir þetta sem þú ert að segja. Það rosalegast við allt helvítis sukkið er að það er ekki búið að frysta þetta sem liður í yfirtökunni á glitni og upphafið af aðgerðunum. Ég vil spurja þig samt, hver er að fara að þora að blása í flautuna þegar það er vitað mál að þeir sem flétta fingur við siðleysi baugsmanna verða rændir ærunni og mannorði?

Hammurabi, 6.10.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Baugsmanna? Hvað ertu að tala um?

 Ég er að gagnrýna fjármálakerfi sem er fleytt fram á lánastarfsemi. Ef Baugsmenn fleyta sínu fyrirtæki áfram á lánum eingöngu þá má bóka það að þeir eru ekki að bjóða neytendum bestu kjör því neytendurnir þurfa einmitt að borga fyrir vexti lánanna. Án lána væri hægt að bjóða neitendum betri kjör.

Ég vil endurtaka síðustu efnisgreinina. Trúnaður má fjúka fjárans til. Ég vil vita í hvað skattarnir mínir fara og ég vil vita fyrir hvað ég borga út í búð. Ég myndi vilja sjá að mjólkurfernan mín kostar 100 krónur af því að 5 krónur fara í laun starfsmanna, 20 í skatta, 10 til fyrirtækisins, 5 krónur til bænda, 10 krónur til mjólkurfélagsins og svo 50 krónur í starfslokasamninga.

Björn Leví Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband