Það er víst þörf á aðgerðapakka.

Kannski er ekki þörf á aðgerðapakka fyrir þau mál sem voru rædd á ýmsum fundum í dag og undanfarna daga. Hins vegar er þörf á aðgerðapakka fyrir ýmislegt annað.

1. Stjórnendur bera ábyrgð - Nú er greinilega kominn tími til þess að axla þá ábyrgð. Það er hreint og klárt bull hjá Pétri Blöndal þegar hann segir að það eigi ekki að benda á ábyrgðaraðila núna heldur bíða með það þangað til það er búið að leysa vandamálið. Hvernig á annars að treysta þeim aðilum til þess að laga það sem þeir gerðu greinilega ekki rétt?

Stjórnendur hafa á undanförnum árum fengið gríðarlega bónusa fyrir að hafa gert vel og grætt á tá og fingri. Ástæður þess eru að ábyrgðin er verðmæt. Nú býst ég þá við að þeir þurfi að borga einhvern vegin fyrir að hafa gert mistök. En heppilegt að þeir eigi svona mikið af pening.

Þetta er ekki flóknara en að byrja á því að rukka þessa menn. Þeir verða væntanlega að borga það sem þeir geta og svo lýsa sig gjaldþrota. Skella þeim svo í samfélagsþjónustu þangað til þeir hafa borgað fyrir brúsann.

2. Hætta þessari helvítis lánastarfsemi endalaust. 

Þegar ég tek 100 króna lán þá er ég að skuldbinda mig til þess að borga (mismunandi miðað við vexti og lengd láns) meira en 100 krónur til baka, segjum 150 krónur. Á meðan ég er enn að borga af láninu mínu og áður en ég hef greitt upphaflegu 100 krónurnar með verðtryggingu til baka þá er lánadrottnari minn í mínus. Lánið mitt er hins vegar bókað sem eign upp á þá fjárhæð sem ég á eftir að borga (einföldun en samt staðreynd miðað við aðstæður). Ef ég hrekk upp af að því leiti að ég get ekki greitt lánið til baka þá hverfur allt í einu þessi eign sem lánadrottnari minn taldi sig eiga.

Lánin eru því tryggð með einhvers konar veði, til dæmis húsnæðisveði. Það er hins vegar ekki fullkomin trygging því að ef húsnæðisverð fellur þá er mögulega ekki full trygging fyrir láninu lengur (áhugavert að því leiti að stjórnvöld hafa verið að gera hvað sem þau geta til þess að tryggja að húsnæðisverð falli ekki þannig að íbúðalán til dæmis séu tryggð fyrir lánadrottnara).

Lánastarfsemi má skilgreina sem eitt tæki þess að stækka hagkerfi. Lánum er dælt inn í kerfið og þjóðarframleiðlsu síðan gert að borga þau til baka. Segjum sem svo að endurgreiðsla lána sé orðinn meiri heldur en þjóðarframleiðslan. Í slíku umhverfi þá minnkar heildar þjóðareignin vegna þess að mismunur lánagreiðslna og framleiðslu er neikvæður. Það er því ákveðið þak á hversu mikið af lánum er hægt að taka til þess að stækka hagkerfið (nema fengnir séu inn erlendir fjárfestar sem í raun koma með erlenda þjóðarframleiðslu til þess að greiða lánin).

Að sjálfsögðu verður að vera aðgengi að lánsfé en hin óhefta lánastarfsemi er sjálfseyðandi og því gölluð. Bankabjálfarnir þurfa bara að vita hvað það þýðir að lána og lána og fá lánað.

3. Ekki gleyma því að í núverandi skipulagi þá bera ráðherrar og alþingi gríðarlega mikla ábyrgð. Verst er að það vantar eiginlega ábyrgðamálaráðherra eða eitthvað þvíumlíkt sem sér um að allir hinir standi við sitt og skili því til almennings (þeirra sem velja fólk í þessar stöður) sem við eigum skilið að fá að vita. Ég er satt að segja orðinn þreyttur á því að mishæfileikaríkt fréttafólk þurfi endilega að bera ábyrgðina á því að upplýsa almenning. Hver getur gleymt hvers konar silkihönskum var farið með Davíð, og er reyndar ennþá gert.

Á meðan ég hugsa um það þá sér maður aðra pólitíkusa vera beint tætta í sundur af því næst reiðum fréttamanni. Það liggur við að það sé verið í öskurkeppni eða eitthvað. Þetta er náttúrulega bara bull.

 Þetta leiðir mig að næstu tillögu.

4. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að koma ÖLLU til skila til fréttamanna og almennings. Allir fundir skulu vera teknir upp á mynd og gerðir aðgengilegir öllum sem vilja sjá hvað á þeim fór fram. Ég vil fá að vita hvaða rök eru bak við hverri ákvörðun sem er tekin. Stjórnmálamenn eiga ekki að fá að komast hjá því að svara spurningu. Ef ég spyr af hverju þá á ég að fá rökstutt svar. Það skiptir gríðarlega miklu máli að vita AF HVERJU ein eða önnur ákvörðun var tekin.

"Umræður á viðkvæmu stigi" er ekki rökrétt útskýring. Það er einmitt á því stigi málsins sem við viljum fá að vita hvað er að gerast vegna þess að þar fara hrossakaupin fram.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband