Mesta illvirki Íslandssögunnar

Stór orð.

 Áður gat Ísland státað af því að hafa aldrei verið aðili að stríði. Eftir að hafa verið sett á lista hinna viljugu þá getum við einfaldlega ekki sagt það nema að bæta við "nema þegar við réðumst á Írak, en það var ekki okkur að kenna".

Það má svo sem segja að þegar sameinuðu þjóðirnar réðust í aðgerðir í Bosníu þá hafi Ísland einnig tekið þátt í stríði en það má auðveldlega rökfæra að í því tilviki hafi verið um friðaraðgerðir að ræða þó að þær hafi innifalið sprengjur og þvíumlíkt. Eftir á að hyggja er ekki mögulegt að segja það sama um Írak.

Við getum einfaldlega ekki sagt það um Írak. Græna ljósið var einfaldlega illvirki af hálfu einhverra sem mér finnst að ættu að bera lögbundna ábyrgð á því. Fréttin sem ég er hér að svara nefnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem ábyrgðaraðila en ég gef svo sem ekkert fyrir það fyrr en dómur hefur verið kveðinn um það mál. Ef ég myndi ganga svo langt að kalla þá mestu illmenni Íslandssögunnar vegna þeirrar ábyrgðar sem þeir bera af ákvörðun sinni um að gefa grænt ljós þá væri það einfaldlega meinyrði ... þangað til sýnt og sannað.

Ég vil því einfaldlega bara segja að hver sem ber ábyrgð á því að Ísland var gert að árásaraðila í Íraksstríðinu er mesta illmenni sem Ísland hefur getið af sér. Einhver(jir) bera ábyrgð á því og sagan á ekki að gleyma því.


mbl.is Bresk stjórnvöld fengu grænt ljós 17. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég minni á stríð Íslands við Júgóslavíu (1999). Írak var ekki fyrsta skiptið sem Ísland lagðist í árásarstríð.

athugasemd (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Vinsamlega lesa það sem ég skrifaði áður en þú færir inn athugasemd:

"Það má svo sem segja að þegar sameinuðu þjóðirnar réðust í aðgerðir í Bosníu þá hafi Ísland einnig tekið þátt í stríði en það má auðveldlega rökfæra að í því tilviki hafi verið um friðaraðgerðir að ræða þó að þær hafi innifalið sprengjur og þvíumlíkt. Eftir á að hyggja er ekki mögulegt að segja það sama um Írak."

NATO réðist inn í Serbíu, ekki Bosníu. Miðað við það sem var þarna í gangi þá er svo sem ekki skrítið að maður sé farinn að rugla saman löndunum þarna og hvað gerðist þar í raun og veru. Munurinn á Írak og Serbíu er sá að Sameinuðu þjóðirnar voru búnar að samþykkja að það þyrfti að grípa til þessara aðgerða. Eins og allir vita þá var langt frá því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu veitt það samþykki fyrir Íraksárásina.

Björn Leví Gunnarsson, 13.8.2008 kl. 08:45

3 identicon

Ég á ekki við þetta Bosníumál, heldur stríð við Júgóslavíu 1999 sem var á vegum NATO (ekki SÞ).

athugasemd (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Innrás NATO í Kosovo er langt frá því að vera stríð við Júgóslavíu:

http://en.wikipedia.org/wiki/1999_NATO_bombing_of_the_Federal_Republic_of_Yugoslavia

Það er auðvitað hægt að vera smámunasamur og skilgreina það sem slíkt en samþykktur tilgangur árásanna var aldrei "stríð". Munurinn á aðgerðunum í Kosovo og í Írak er ósambæranlegur að öllu leiti.

Önnur athygliverð grein er:

http://en.wikipedia.org/wiki/Operation_Deliberate_Force

 Satt best að segja þá er hægt að skilgreina aðgerðir NATO árið 1999 sem stríð á fjölmargan hátt en ef við berum saman aðgerðir NATO í Kosovo og aðgerðir "bandamanna" í Írak þá er þar fátt sem hægt er að bera saman. Jú, Milosevic og Saddam eru kannski á einhvern hátt sambærilegir í níðingshætti sínum á þjóðfélagsbrotum innan eigin landamæra en svörin sem þeir fengu frá heimsbyggðinni var langt frá því að vera á sama skala, líkt og að reyna að mæla kílómetra millimeter fyrir millimeter.

Í aðgerðum NATO standa Íslendingar heldur ekki "einir" heldur sem hluti af NATO, varnarbandalagi sem vinnur með sameinuðu þjóðunum. Í Íraksmálinu þá er hver hinna viljugu þjóða að ákveða upp á sitt einsdæmi hvort þær skuli standa með eða á móti Bandaríkjunum. Íslendingar sögðu já til þess að vernda eigin hagsmuni (varnarsamninginn við US til að reyna að halda þotunum á landinu - eða svo segir í ekki svo fáum orðum í þessari grein).

Munurinn er, Ísland studdi stríð til eigin hagsmuna í innrásinni í Írak en til framdráttar heimsbyggðinni í stuðningi sínum í NATO varðandi árásina í Kosovo. 

Björn Leví Gunnarsson, 14.8.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband