29.4.2008 | 08:26
Sorglegt eiginlega
Forrit eins og þetta einfaldlega virkar ekki . Jú jú, það er hægt að auðkenna skrár og þvíumlíkt en að stöðva niðurhal eða ætlast til þess að úr þessu verði nokkurt praktískt tól til varnar höfundarétti er jafn gáfulegt og að ætlast til þess að hver tölva þurfi bara 64k minni (eða hvað það var nú mikið)
Tækninni er líst sem "fingrafaralesara" ... vanamálið er að fingrafari (bitarunu) forrits er mjög auðvelt að breyta með því einfaldlega að kóða rununa á annan hátt. Allt í einu lendir forritið í því að grunuð ólögleg skrá er komin með ný fingraför, æ æ.
Löngu kominn tími til að fólk átti sig á því að gamla höfundaréttamódelið er löngu úrelt og virkar ekki í því tækniumhverfi sem við búum við í dag. Því miður er ekki hægt að viðhalda gamla módelinu með því að reyna að hanna forrit eða tæki sem styður gamla höfundaréttakerfið vegna þess að allt efni sem hægt er að "sjá" ódulritað er hægt af afrita fullkomnlega. Fullkomið afrit var ekki til í analog heiminum, en það er mjög auðvelt í þeim stafræna.
Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.