12.3.2008 | 16:43
Mikið að gerast í netverndarheiminum þessa dagana
Phorm - ný tækni sem bætir upplýsingum á vefsíður
Virkar á eftirfarandi hátt:
- Þegar notandi fer á vefsíðu þá sendir hann fyrirspurn til vefsíðunnar í gegnum ISP (internet service providor). ISP áframsendir fyrirspurnina á viðeigandi vefsíðu og fær síðan svar.
- Þegar svar við fyrirspurninni hefur borist ISP þá greinir Phorm forritið fyrirspurnina og bætir við upplýsingum á "síðuna". Þannig getur notandi fengið efni, svo sem auglýsingar, sem aðilinn sem á vefsíðuna hefur ekki á vefnum sínum.
Allt í lagi svo sem. Það sem fólk hefur sérstaklega áhyggjur af er sú staðreynd að auglýsingaþjónustan vistar upplýsingar um hvern vafra (notanda) til þess að geta birt "targeted" auglýsingar. Ef þú ert til dæmis oft að skoða golfsíður þá færðu golfauglýsingu þegar þú opnar aðrar vefsíður.
Enn eitt dæmi um innrás í einkalífið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.