21.2.2008 | 22:00
Frelsun eða næsta skref valdastefnu Microsoft?
Undanfarin ár hefur það verið heilög stefna Microsoft að markvisst brjóta staðla eða hefðir til þess að gera fólki erfiðara að nota hugbúnað þróaðan af öðrum en þeim sjálfum.
Microsoft hannar svokallaðan proprietary hugbúnað, það má þýða sem lokaðan hugbúnað. Lokaður hugbúnaður er þannig gerður að notendur geta ekki skoðað forritskóðan. Akademískt samfélag byggir á hugmyndafræði sem kallast peer review. Það hagar sér þannig að allar rannsóknir eða rit sem eru gefnar út eru rýndar af öðrum sérfræðingum sem geta þá gagnrýnt, samþykkt eða jafnvel betrumbætt með því að byggja á vinnu annarra. Þessi hugmyndafræði stuðlar að framþróun.
Hugmyndafræði lokaðs hugbúnaðar stuðlar ekki að framþróun nema þess sem framleiðir þann hugbúnað, allir aðrir sem ætla að gera svipaða hluti þurfa að finna upp hjólið aftur og aftur ef svo má segja. Enn mikilvægara þá kemur lokaði eiginleikinn í veg fyrir að hægt sé að rýna virknina til betrumbóta, svo sem til þess að loka öryggisgöllum.
Það væri mjög þægilegt að sjá tilvísun hvaðan þessi ummæli eru tekin... svona eins og venjulega en hérna eru frekari upplýsingar: http://www.nytimes.com/2008/02/21/technology/21cnd-soft.html?_r=1&ref=technology&oref=slogin
Rétta túlkunin áþessum orðum:
"Microsoft said Thursday that it would open up and share many more of its technical secrets with the rest of the software industry and competitors."
Væri þá einhvern vegin á þessa leið. Microsoft vill að aðrir noti þá tækni sem þeir þróa. Þetta þýðir að enginn annar vinnur í þróun nema Microsoft hafi búið til grunninn. Þannig verða allir þurfalingar Bill Gates og hans proprietary hugmyndafræði.
Microsoft sviptir hulunni af hugbúnaðartækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er enn ein tilraun MS til að bregðast við vaxandi vinsældum "open source" hreyfingarinnar. Þeir eru bara að stóla á að fólk átti sig ekki á því að þeirra notkun á orðinu "open" merkir eitthvað allt annað.
Páll Thayer, 21.2.2008 kl. 22:16
Hahaha... .
Mundi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:21
Hæ Bjössi!
Microsoft sökkar! WÚÚÚHÚÚÚÚ!!! \o/
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:48
Já, áhugavert hvernig þeir nefna að "share many more of its technical secrets with THE REST OF THE SOFTWARE INDUSTRY". Hljómar gríðarlega merkilegt og áhugavert en er í raun innantóm loforð. Ofsalega kannast ég við þess háttar málflutning í íslenskum stjórnmálum.
Björn Leví Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.