Annan eins hvítþvegin heilaþvott hef ég ekki heyrt...

... í langan tíma.

 Hver málsgrein endurspeglar annað hvort berar lygar eða þvílíka veruleikafirringu að ég bara veit ekki hvað.

"Capacent um fylgi stjórnmálaflokkanna séu vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. "
Vá, ég held frekar að þeir megi hrósa happi fyrir að vera með samt heil 25%.. finnst það sjálfur allt of há tala miðað við ábyrgð.

"um leið og umræðan fari að snúast um hugmyndafræði og stefnumál muni flokkurinn rétta hlut sinn"
GARG! Var það ekki hugmyndafræði og stefnumál xD sem olli öllu þessu veseni?!? Hvernig í ósköpunum ætla þeir að voga sér að hamra á því gamla drasli ... sé ekki að neitt hafi breyst þar.

"Þeir segjast ætla að fara blandaða leið, en hvað þýðir það?"
Villand spurning, það er búið að svara hvað "blönduð leið" þýðir. Gagnrýndu hvaða skilgreiningu þeir setja í "blönduð leið" en ekki láta eins og svarið sé ekki til.

"hætti að einblína á uppgjör við fortíðina"
forgive and forget? Annað GARG! Ég er alveg viss um að þau skilja þetta vel þarna í xD að fortíðaruppgjör kemur þeim bara illa. Þegar þjófar eru dæmdir fyrir brot sín þá er það líka fortíðaruppgjör (stuldurinn gerðist áður en dómur var kveðinn)

"Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatta á eldri borgara og svo framvegis"
Þetta kallast að leggja orð í munn... vinsamlega útvega heimild fyrir þessari staðhæfingu eða sleppa því að segja svona... skamm!

"Í ljósi atburða vetrarins hefur spjótunum verið beint að okkur."
Endurtekning á "uppgjör við fortíðina" ... svona endurtekningar segja alla þá sögu sem segja þarf.

"sérstaklega Samfylkingin, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn"
Já er það? Ég stórlega efast um þessa staðhæfingu ... þetta hljómar eins og annað hvort Þorgerður viti um eitthvað sem gerir það að verkum að xS eigi ekki "hvítþvottinn" skilið EÐA hún er að ýkja hversu vel xS kemur frá þessu öllu ... tilganginn með því hljóta allir að sjá auðvitað. Ég spyr bara, getur hún dæmt hvernig hinir og þessir sleppa með mannorðið frá þessum hörmungum?

"Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks,“ segir Þorgerður. Hún segir það með miklum ólíkindum að Samfylkingin hafi komist hjá því að gera upp hlutina."
Endurtekning + staðhæfing á sakleysi. Ef einhver myndi trúa því að þetta uppgjör sem hún talar um hefði verið heiðarlegt og opinskátt þá væri flokkurinn með hærra fylgi. Þá er ég að gera ráð fyrir auðvitað að enginn sem væri orsakavaldur atburða undanfarinna ára væri enn í framboði fyrir flokkinn.

Finnst alltaf jafn merkilegt þegar xD fólk talar... vantar alltaf rökstuðning eða heimildir fyrir staðhæfingum. Eru þau með einhvers konar þjálfunarbúðir í hvernig á að tala svona eða?


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

.. best að bæta við:

Biðst afsökunar ef í raun voru heimildir fyrir staðhæfingunum og skelli þá skuldinni á mbl fyrir að hafa þær ekki með í fréttinni.

Björn Leví Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: B Ewing

Nei, veistu.... held að skrif þín þurfi ekkert að afsaka.  Hún er bara eitthvað klikkuð grey konan...

B Ewing, 9.4.2009 kl. 22:32

3 identicon

Það sem mér finnst merkilegast er hversu mikil sjálfsvorkunn og smábarnaháttur virðist þrífast í fyrrverandi stórveldinu Sjálfstæðisflokknum. Þau tala líkt og þau séu fórnarlömb og að þjóðin sé einfaldlega að leita að blóraböggli. Framkoma þeirra gefur í skyn að þau virðast halda að "þjóðin" sé ekki hópur einstaklinga.

Tja... ég er þjóðin, líkt og þú, lesandi góður, ert þjóðin. Ég persónulega tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé sekur um ýmislegt og ég mun ekki "hætta að einblína á fortíðina" fyrr en ábyrgð verður tekin. Þau tala líkt og morðingi móður minnar sem myndi reyna að sannfæra mig um ágæti sitt, því það var jú í fortíðinni og engin ástæða til að líta um öxl, er það?

Þessi flokkur er smánarblettur á lýðveldi voru, ekki aðeins vegna fyrri gjörða, heldur einnig vegna framkomu sinnar í dag.

"Ekki benda á mig" siðferðið virðist hvergi ríkara en í þeim forapytti sem kýs að kalla sig Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Flón (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 02:24

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

takk B

thumbs up Jón :)

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband