Til þeirra sem efast um að kosningar séu góð hugmynd á þessum síðustu og verstu tímum

Þá langar mig bara til að benda á að landið þar sem þetta hófst allt í að þessu sinni er búið að fara í gegnum kosningar og er í stjórnarskiptaferli sem lýkur 20 janúar á næsta ári.

Trúi því ekki að það sé flóknara á Íslandi ... í þúsund sinnum minni þjóð.


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já en hefur hrunið orðið jafnvíðtækt og þar. Er búið að ríkisvæða alla bankanna þar? Standa Bandaríkjamenn frammi fyrir allt að 20% verðbólgu?  Er gengi Bandaríkjadollars eitthvað í líkingu við gengi íslensku krónunnar? Nei ég held ekki, þannig að ég held að þú ættir að hugsa mál þitt aðeins betur.

Kosningar á þessum tímapunkti væru ekkert annað en lýðsskrum, leið til þess að nýta sér örvinglun þjóðarinnar til þess að ná pólitískum markmiðum sem að hafa ekkert með núverandi ástand að gera. Svoleiðis lýðsskrum á aðeins heima í sögubókum en ekki í nútíma þjóðfélagi. Á meðan það er starfhæf ríkisstjórn er nákvæmlega engin ástæða til þess að ganga til kosninga.

Auk þess finnst mér að fólkið sem að mótmælir á Austurvelli ætti að skoða sinn þátt í kreppunni. Það ætti að svara því hvort að þeirra eyðsla, þeirra sukk, þeirra lántaka til þess að eiga fyrir stærra húsnæði, betri bílum, flottari húsgögnum eða LCD skjánum eigi ekki þátt einhvern þátt í því hvernig allt fór til fjandans. Vissulega bera stjórnvöld og bankarnir þar líka ábyrgð, en þjóðin ætti fyrst að skoða sinn þátt áður en hún fer að mótmæla gjörðum annarra.

Jóhann Pétur Pétursson, 10.11.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Jæja já, ég hef sagt það áður og ég get alveg sagt það aftur. Helsta ástæða kosninga á Íslandi er sú að öll kosningaloforð og áætlanir allra flokka er nú úreldar. Ég sagði ekkert um HVENÆR og ég tilgreindi einungis að þrátt fyrir að farið sé í það ferli þá munar það svo til engu miðað við hvað er í gangi núna.

Munurinn er að ný stjórn tæki við með nýjum samning frá almenning til þess að leysa núverandi vandamál, samningi sem flokkarnir myndu verða knúnir til þess að búa til... ólíkt því sem þeir eru að gera núna. Það er engin áætlun komin frá stjórnvöldum nema "útflutningsaðilar vinsamlega flytja gjaldeyri heim og allir hinir reyna að spara".

Óháð því hvort núverandi stjórnvöld kæmu með nýjan málefnasamning eins og ISG stakk upp á þá þurfa þau samt vottun kjósenda til þess að fá að halda áfram að starfa í umboði fólksins.

...

Margir bera auðvitað ábyrgð á því sukki sem hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum árum og oftar en ekki hafa verið gerðar væskilslegar tilraunir til þess að sporna við eyðslunni og skuldasöfnunni. Vandamálið er að heimsvæðingin var kominn inn í eldhús til fólks og eyðslufjármagn fékkst erlendis frá í gegnum alþjóðabankana okkar.

Það er tvennt sem fólk verður að taka lán fyrir yfirleitt, það er bíll (til þess að uppfylla samgönguhæfni) og hús (til þess að þurfa ekki að éta það sem úti frýs). Þeim er vorkunn sem hafa þurft að ganga í gegnum húsnæðiskaup að undanförnu en lítið er hægt að kenna þeim um ástandið, breytingar á húsnæðismarkaði eru öðrum að kenna.

Ég hefði alveg getað verið á þeim tímapunkti að kaupa íbúð, blessunarlega slapp ég við það. Ég hef heldur aldrei tekið neyslulán né notað yfirdrátt. Ég á kreditkort sem er með lágmarksútdráttarheimild og skulda bara LÍN. Ég veit að ég er heppinn en ég veit líka að það var meðvituð ákvörðun að taka ekki þátt. Einföld, útreiknuð og meðvituð ákvörðun.

Stæsta vandamálið okkar er samt ekki einkaneysla, Icesave eða eignir auðmanna. Stæsta vandamálið okkar er að stjórnkerfið okkar er ekki að búa til neinar áætlanir um framtíðina. Það má kannski segja að þeir séu að slökkva elda í öllum hornum en það má líka segja að þeir hafi enga hugmynd um hvað á að gera. Undanfarnar vikur hafa stjórnvöld (líka stjórnarandstaðan - engar hugmyndir þaðan heldur) litið út eins og skipreka ísbjörn sem vonar að hann endi ekki á Íslandi.

Kosningar eru einfalt tæki til þess að þvinga fram hugmyndir. Tilkynningaskyldan kallar.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

... sem þýðir?

Björn Leví Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

ah, ég skil.

Venjulega þarf maður að treysta þessu fólki til þess að standa við þau loforð sem við kjósum um. Í augnablikinu þá eru þau loforð sem við kusum um í fyrra ... ómöguleg eða óraunveruleg.

Ég ætla svo sem að vona að það verði um eitthvað nýtt að velja en eftir kosningar getum við allavega bent á ný loforð sem á að standa við... smá munur en munur er það.

Björn Leví Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband