Úff, slæm líking

Í fyrsta lagi þá fékk útgerðin húsið gefins. Í öðru lagi þá er þetta hús þannig að þegar búið er á "veiða" eitt herbergi þá virðist svo vera eins og það eigi sjálfkrafa að koma nýtt herbergi, jafn stórt á sama stað.

Allavega, svo tekur útgerðin veð í húsinu... gerandi ráð fyrir því að það komi alltaf ný og jafnstór herbergi inn í húsið í staðinn fyrir gömlu "veiddu" herbergin.

Hvað myndi útgerðin gera ef í staðinn fyrir að þjóðnýta 5% á ári minnka bara kvótann um 5% á ári (frá núverandi kvóta þannig að eftir 20 ár þá væri enginn kvóti).

Ég spyr bara, þurfti útgerðin að taka lán?


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stutt, laggott og satt um þennan furðulega samanburð

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 17:31

2 identicon

Hvernig dettur MBL.is í huga að setja þessa fáránlegu samlíku fram sem frétt.   Það þarf ekki greindan mann til að sjá óréttlætið í kvótagjafakerfinu.

Að kaupa veiðiheimildir er ekki ósvipað og að kaupa hlutabréf í fyrirtæki,  munurinn er sá að það er ennþá meiri áhætta að kaupa veiðiheimild sem næsta ríkisstjórn getur og hefur fullt leyfi til að úthluta á annan veg.  Þjóðin á auðlindina samkvæmt  stjórnarskrá og nýtingarrétturinn á veiðum er stjórnað af stjórnvöldum.   

Þeir sem hafa keypt veiðiheimildir á þessar líka stjarnfræðilega fáránlegu upphæðum hefðu átt að gera ráð fyrir því að þessu óréttláta kerfi yrði einhvern tímann breytt.

Björn (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða hrykalega lýgi er þetta sem menn koma með?

hvernig færðu það út að kvótinn hafi verið gefinn útgerðarmönnum? eru einhver rök hjá þér? 

þegar kvótinn var settur á þá var það takmörkun á frjálsri veiði. útgerðum var bannað að veiða eins mikið og þær vildu. kallar takmörkun gjöf? kvótinn er í sjálfum sér einskis virði. en menn vilja vinna við útgerð og bæta við sig heimildum þegar þær eru skornar niður, þá verður hann einhversvirði. hann verður að værðmætum því einhver er tilbúinn að borga fyrir hann.

þú hefur kannski ekki tekið eftir því en það hefur verið skerðing á aflaheimildum undanfarin ár. þegar aflaheimildir eru skertar þá verður ekki rekstrar grunndvöllur fyrir alla sem voru í útgerð lengur. en þú ert kannski hrifin af Breska módelinu um að hver bátur komi bara með 300kg á dag í land? þegar það er skerðing þá fækkar útgerðum og bátum. menn sameina útgerðir að kaupa aðra út.

útgerð virkar bara mjög svipað og allur annar atvinnuvegur sem nýtir takmarkaðar auðlindir. 

Fannar frá Rifi, 23.5.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Björn bentu á grein stjórnarskrár Íslands sem segir að "þjóðin" eigi fiskinn. þjóð sem aðili er ekki til í lögum. 1.gr. laga um fiskveiðar sem menn vitna svo oft í er að auki sett mörgum árum eftir að lög um fiskveiðar og kvóta voru sett.

Fannar frá Rifi, 23.5.2009 kl. 17:49

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

þegar kvótakerfið var sett á þá var kvótanum hlutfallslega dreift á skip miðað við hvað þau höfðu áður veitt (undir fyrra veiðikerfið). Það skip sem hafði veitt mest fékk hæsta hlutfall kvótans.

Kvótakerfinu var upprunalega komið á með lagasetningu árið 1983, sem tók gildi árið 1984, en því var breytt talsvert með nýrri lagasetningu árið 1990.[3] Í fyrstu úthlutun kvóta, á árinu 1984, var miðað við aflareynslu skipsins 3 næstliðin ár.

 http://is.wikipedia.org/wiki/Kv%C3%B3takerfi%C3%B0

Þetta kalla ég "gefins".

Hugsunin er að sjálfsögðu sú að koma kvótanum úr sjónum og í land á sem ódýrastan hátt. Þannig hefur bátur sem veiðir á hagkvæman hátt efni á því að kaupa meiri kvóta því fiskurinn sem sá bátur selur gefur meiri arð fyrir bátinn en aðrir sem hefðu veitt sama fisk í öðrum bát á óhagkvæmari hátt.

Að lokum snýst þetta allt um hagkvæmni. Hliðarverkun af þessari hagkvæmni er að óveiddi fiskurinn í kvótakerfinu er nú veðsetjanlegur, verðmæti áður en fiskurinn er kominn í land. Það má deila um hvort það hafi verið ætluð hliðarverkun (það skapaði verðmæti ... sem einhverjum fannst góð hugmynd).

Allt í fína lagi svo sem ennþá... en "vandamálið" er, eins og þú bentir á Fannar, skerðing aflaheimilda. Þar kemur þú inn á gallann við kvótakerfið því veðsetning kvótans eitt árið ... svo fylgir skerðing veiðiheimilda ... þýðir að veðið er ekki jafn verðmætt næsta ár. 

Hljómar kunnuglega? Nákvæmlega eins og húsnæðismarkaðurinn er það ekki? Fólk skuldar meira í íbúðinni en hún er virði.

Vandamálið hérna er hvað fólk er búið að setja sig í allt of miklar skuldir ... það er engin trygging fyrir því fyrir fólk sem kaupir hús að verð húsnæðisins sé endilega það sama á morgun og það var í dag.

Stjórnarskrárdótið... hvar segir í stjórnarskránni að kvóti sem er keypur sé varanleg eign? Þú getur leigt kvóta fyrir núverandi veiðitímabil eða keypt kvóta þannig að þér sé úthlutað kvóta á næsta ári í staðinn fyrir sá sem þú keyptir kvótann af. Að gera ráð fyrir því að sú "eign" sé varanleg ... er nákvæmlega sú sama og fólk sem "á" hús gerir. Húsið þarfnast viðhalds annars skemmist það og verður ónothæft. 

Fólk virðist líka vera gleyma því að þó kvótinn verði "innkallaður" þá fer hann auðvitað beint út í veiðikerfið aftur. Viðbættur "viðhaldskostnaður" við að eiga kvóta í raun...

Ok, ekki stjórnarskáin en samt lög um þetta:
http://www.althingi.is/lagas/135a/1979041.html

Þar sem meðal annars segir:

4. gr. Innan efnahagslögsögunnar hefur Ísland:
   a. fullveldisrétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni og í honum, í hafinu yfir honum svo og aðrar athafnir varðandi efnahagslega nýtingu og rannsóknir innan svæðisins

Þar hefur þú það...

Björn Leví Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 20:24

6 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Mörg fyrirtæki landsins eiga hlutabréf í útgerðum landsins end nokkur þeirra hlutafélög. Ef kvótinn er tekinn 5% á ári, þá mun það enda svo að þessar útgerðir fara á hausinn, enda hefur enginn útgerð efni á því að standa undir lánum og leigu á kvótanum. Þegar útgerðirnar fara á hausinn þá auðvitað hrynja hlutabréfin(ef þau eru ekki þegar hrunin vegna umræðu um fyrningu). Það þýðir einfaldlega að einhver fyrirtæki sem koma jafnvel lítið nálægt útgerð munu lenda í vandræðum með sín lán í bönkunum og svo kolli af kolli. Þegar Glitnir var settur í þrot, þá var það ekki bara Glitnir sem fór niður. Þetta leiðir í gegnum allt bankakerfið og mun vera okkur dýrkeyptara en okkur grunar.

Sama hvort kvótinn var gjöf eða ekki, þá er um 90% af honum búinn að ganga kaupum og sölum síðan þá og varla hægt að réttlæta óréttlæti með öðru óréttlæti.

Mér er sama um réttlæti í þessu máli, mér er ekki sama um þann kostnað sem fellur á bankana og ríkið ég held að þetta sé of dýrkeypt fyrir lítinn ábata. Enda ekki ljóst með hvaða hætti kvótanum verður ráðstafað, það verður örugglega einhver ægilega fín pólitísk lausn.

Albert Guðmann Jónsson, 24.5.2009 kl. 03:27

7 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það allavega má ekki selja þessi 5% aftur út... það endar bara í hærri kosnaði að ná fisknum í land, ekki mikil hagkvæmni þar.

Bátarnir ættu því að fá kvótann aftur til nýtingar.. munurinn er sá að nú er hann óveðsetjanlegur því sá hluti verður endurkallaður á ný að ári plús 5% í viðbót.

Kominn tími til þess að borga niður lánin um 5% á ári eða svo?

Björn Leví Gunnarsson, 24.5.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband