Nútíma þrælahald

Lán eru nútíma "löglegt" form á þrælahaldi.

Verðtryggingin er einungis nýtt að hálfu, sem verndartæki fyrir lánveitendur. Í gervigreindarnáminu sem ég er í núna þá snýst margt um "verðlaun" og "styrkingar" ... ef verðlaunin eru sett upp eins og þau eru núna með verðtrygginguna þá er sífellt hægt að pumpa inn verðbólgu (hækkandi húsnæðisverð og þvíumlíkt) ... sem leiðir til aukinna tekna af lánum.

Kerfið er tvöfalt... verðtrygging á að verja gegn verðhjöðnun alveg eins og gegn verðbólgu. En ef verðbólga verður tæki til gróða þá virkar verðtryggingin ekki sem jöfnunartæki eða "trygging" fyrir alla, bara lánveitendur. Ef lánveitendur þurfa hins vegar að vera hræddir við verðhjöðnun, þurfa að fara að borga með láninu þá væri það betri hvatning til þeirra til þess að halda jafnvægi á kerfinu.

Ekki afnema því verðtrygginguna alla, bara þann hluta sem snýr að verðbólgunni. Verðtryggingin verður áfram að vera til fyrir neytendur sem viðhaldstæki til stöðugs hagkerfis.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrælagaleiðan Ísland - Algert ógeð!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:41

2 identicon

"Nútíma þrælahald er rétta túlkunin.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband