Ítrekuð spurning

Ef íslensk stjórnvöld geta, ef þörf ber til, náð eignum manna sem þeir hafa flutt erlendis þá er allt í fína lagi svo sem. Ákvæði íslenskra laga segja að hægt sé að afturkalla samninga og sölu allt að tveimur árum aftur í tímann.

Vandamálið hérna er að ef eignirnar eru fluttar erlendis, hversu mikla stjórn hafa íslensk stjórnvöld til þess að afturkalla samninga og sölur á erlendri grund?

Ég myndi leggja til að eignirnar yrðu frystar á þann hátt að ekki væri hægt að flytja þær erlendis sema með eftirliti og samþykki fjármálaeftirlits eða þess háttar aðila. Útkoman úr þessu væri sú að ef útflutningur auðæfa er samþykktur þá er auðveldlega hægt að benda á sökudólg ef í raun sá útflutningur var ... óeðlilegur.

Ekkert á að þurfa að ganga svo hratt fyrir sig að einhverjir samningar eða óðagróði geti glatast af því að útflutningur eigna og peninga til þess að uppfylla samninginn þarf að fara í gegnum eftirlit.


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband